Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita (UTU bs.), er byggðasamlag sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Ásahrepps. Byggðasamlagið er stofnað á grundvelli 94. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 um samstarf sveitarfélaga um afmörkuð verkefni.
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. telst því vera opinber stofnun á sveitarstjórnarstigi og hefur það hlutverk að annast lögbundin verkefni byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa í aðildarsveitarfélögum byggðasamlagsins.
Sjá samþykktir Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs.
Afgreiðslutími skrifstofu:
Skrifstofa embættisins er að Hverabraut 6 á Laugarvatni og er hún opin alla virka daga frá 9.00 – 12.00. Á skrifstofunni er móttaka teikninga og annarra prentaðra gagna sem berast þurfa byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Jafnframt má koma útprentuðum gögnum sem berast eiga til embættisins á skrifstofu Flóahrepps í Þingborg milli kl. 09.00 – 16.00 mánudaga til fimmtudaga og milli kl. 09.00 – 13.00 á föstudögum.
Viðtals og símatímar:
Viðtals- og símatímar skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og annarra starfsmanna er alla virka daga – nema miðvikudaga – milli kl. 9.00-12:00. Miðvikudagar eru fundardagar og því er ekki svarað í síma á þeim dögum. Aðalsímanúmer embættisins er 480-5550. Mælst er til þess að fundir séu bókaðir með fyrirvara með því að hringja í síma 480-5550 á símatíma.
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa eru alla jafna 1. og 3. miðvikudag í mánuði utan júlímánaðar þegar fundir falla niður vegna sumarfría.
Fundir skipulagsnefndar eru alla jafna 2. og 4. miðvikudag í mánuði utan júlímánaðar þegar fundir falla niður vegna sumarfría.
Birting afgreiðslubréfa:
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. birtir afgreiðslubréf og önnur sértæk bréf sem beint er sérstaklega til ákveðins/ákveðinna aðila inni á pósthólfi viðkomandi inni á island.is, samkvæmt lögum nr. 105/2021 um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda. UTU bs. hvetur alla til að ná sér í island.is appið sem gefur notendum aðgang að skjölum, umsóknum, skírteinum og fleiru sem tengist opinberri þjónustu.
Allir einstaklingar með íslenska kennitölu, sem og lögaðilar sem skráðir eru í Fyrirtækjaskrá, eiga nú þegar til sitt eigið pósthólf á island.is
Starfsmenn skrifstofu UTU:
Netfang Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs: utu@utu.is
Netfang seyruþjónustu: seyra@seyra.is |
Skrifstofustjóri: Nanna Jónsdóttir Netfang: nanna@utu.is |
Móttaka: Guðmar Pálsson Netfang: gudmar@utu.is |
|
Skipulagsfulltrúi: Vigfús Þór Hróbjartsson Netfang: vigfus@utu.is |
Byggingarfulltrúi: Davíð Sigurðsson Netfang: david@utu.is |
Aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa (lóðir og skjalamál): Elísabet Dröfn Erlingsdóttir Netfang: elisabet@utu.is |
Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa: Stefán Short Netfang: stefan@utu.is |
Ritari: Rebekka Rut Ingvarsdóttir Netfang: rebekka@utu.is |
Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa: Lilja Ómarsdóttir Netfang: lilja@utu.is |
Ritari: Ellisif Malmo Bjarnadóttir Netfang: ellisif@utu.is |
Ritari byggingarfulltrúa: Hildur Magnúsdóttir Netfang: hildur@utu.is |