Lóðamál eru snar þáttur í starfsemi UTU enda eru á ári hverju stofnaðar um 200 nýjar lóðir hjá embættinu innan aðildarsveitarfélaga  byggðasamlagsins. Til viðbótar er talsvert sótt um breytingar á þegar stofnuðum lóðum, s.s. varðandi stærð lóða, afmörkun þeirra eða heiti svo eitthvað sé nefnt.

Samkvæmt skipulagslögum er óheimilt að skipta jörðum, löndum eða lóðum eða breyta landamerkjum og lóðarmörkum nema með samþykki sveitarstjórnar. Eðlilega þarf slíkur gjörningur að fara í gegnum ákveðna verkferla og framkvæmast með samræmdum hætti svo að breytingin hafi eitthvað lögformlegt gildi. Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. (UTU) sér um framkvæmd mála sem varða stofnun nýrra lóða eða breytingar á þeim innan aðildarsveitarfélaga embættisins. Umsóknir um stofnun lóða – eða breytingar á þeim – eru lögð fyrir skipulagsnefnd til samþykktar sem og sveitarstjórn viðkomandi sveitarfélags.

Aðildarsveitarfélög UTU eru:

  • Ásahreppur
  • Bláskógabyggð
  • Flóahreppur
  • Grímsnes- og Grafningshreppur
  • Hrunamannahreppur
  • Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Á vefsjá Landeignaskrár sem vistuð er hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) má sjá á myndrænan hátt allar stofnaðar lóðir á landinu.

Vinsamlegast kynnið ykkur eftirfarandi ferla varðandi lóðamál:

 

Síða uppfærð: 22.11.2022