Skipulagsauglýsing sem birtist 7. desember 2017

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1. Breyting á aðalskipulagi Hraungerðishrepps 2003-2015, Flóahreppi. Stækkun hótels í Bitru.

Kynnt er tillaga að breytingu á aðalskipulagi í landi Bitru á 5 ha svæði umhverfis núverandi gistihús. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði heimilt að stækka núverandi húsnæði þannig að hótelið verði allt að 6.000 fm að stærð. Í breytingunni er landnotkun breytt í svæði fyrir verslun- og þjónustu.

(Aðalskipulagsbreyting)

Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsmál:

2. Endurskoðun Aðalskipulags Hrunamannahrepps 2016-2032.

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi 24. nóvember 2017 tillögu að aðalskipulagi Hrunamannahrepps fyrir tímabilið 2016-2032. Tillagan var auglýst þann 26. janúar 2017 með athugasemdafresti til 10. mars, sem síðan var lengdur til 21. apríl. Sveitarstjórn samþykti aðalskipulagið fyrst á fundi 11. maí 2017 með nokkrum breytingum til að koma til móts við athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma. Síðan þá hafa verið gerðar nokkra viðbótar breytingar til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar og var tillagan endanlega samþykkt á fundi 24. nóvember 2017.

(Forsendur og umhverfisskýrsla)

(Greinargerð)

(Landbúnaðarsvæði)

(Hálendisuppdráttur)

(Láglendisuppdráttur)

3. Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 innan þéttbýlisins Árnes.

Sveitarstjórn Skeið- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi 15. nóvember 2017 tillögu að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins innan þéttbýlisins Árnes sem felst í stækkun íbúðarsvæðis við enda Bugðugerðis, þjónustusvæði Þ4 við Skólabraut (leikskólalóð) breytist í íbúðarsvæði, svæði fyrir verslun- og þjónustu (lóð Nónsteins merkt V3) stækkar auk þess sem opið svæði til sérstakra nota minnkar. Tillagan var auglýst samhliða deiliskipulagi svæðisins þann 31. ágúst 2017 með athugasemdafresti til 13. október. Tvær athugasemdir bárust en breytingin var samþykkt óbreytt og hefur nú verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

(Aðalskipulagsbreyting)

 

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

4. Breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 í landi Snæfoksstaða.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi 8. nóvember 2017 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps á þann veg að svæði sem nær yfir lóðina Snæfoksstaðir lóð 100 verði breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði. Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða þar sem um er að ræða breytingu til samræmis nýtingu aðliggjandi lóðar og er hún ekki talin hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði.

(Aðalskipulagsbreyting)

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

5. Deiliskipulag fyrir nýtt lögbýli sem kallast Árheimar í Flóahreppi.

Kynnt er tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 14,4 ha spildu úr landi Hólmasels 2. Er heildarstærð landsins 58,1 ha og er það skráð sem lögbýli og gert ráð fyrir að nafn þess verði Árheimar. Er tillagan unnin á grunni lýsingar sem kynnt hefur verið skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir byggingu hesthúss og reiðskemmu, allt að 300 fm íbúðarhúss á 1 – 2 hæðum auk þriggja allt að 150 fm starfsmanna-/gestahúsa. Þá er gert ráð fyrri að afleggja þverskurð á miðju skipulagssvæðinu og grafa í stað hans nýjan skurð um 15 m frá Villingaholtsvegi.

(Deiliskipulagstillaga)

6. Deiliskipulag fyrir nýtt lögbýli sem kallast Leyndarholt á 7,5 ha spildu úr landi Brjánsstaða í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Kynnt er tillaga að deiliskipulagi sem nær til 7,5 ha spildu úr landi Brjánsstaða sem kallast Leyndarholt. Stofnað hefur verið lögbýli á landinu og samkvæmt deiliskipulagstillögunni er þar gert ráð fyrir byggingu íbúðarhús, hesthúss og skemmu.

(Deiliskipulagstillaga)

7. Deiliskipulag fyrir jörðina Skálholt í Bláskógabyggð.

Kynnt er tillaga að deiliskipulagi fyrir Skálholtsjörðina og nær tillagan til allrar jarðarinnar sem er um 1.500 ha að stærð. Samkvæmt tillögunni eru m.a. afmarkaðir byggingarreitir fyrir byggingar tengdar Skálholtsskóla og vígslubiskupshúsi vegna þjónustu við ferðamenn auk endurskoðun lóða í Skálholtsbúðum. Þá er almennt hugað að skipulagi byggðar og búskaps, umhverfis, umferðar og gróðurs, bílastæði skilgreind og staðsetning Þorláksbúðar skoðuð. Einnig er afmarkað svæði fyrir skógrækt og endurheimt votlendis.

(Yfirlitsuppdráttur)

(Bæjartorfa)

(Greinargerð)

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:

8. Deiliskipulag svæðis í landi Ölvisholts í Flóahreppi fyrir kúlutjöld til útleigu.

Auglýst er tillaga deiliskipulagi svæðis í landi Ölvisholts þar sem afmarkað er svæði fyrir kúlutjöld auk tveggja byggingarreita fyrir hreinlætisaðstöðu. Er gert ráð fyrir allt að 6 kúlutjöldum á svæðinu,tveimur allt að 35 fm salernum með sturtu og tveimur 10 fm, auk allt að 35 fm aðstöðuhúss.

(Deiliskipulagstillaga)

Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir:

9. Breyting á deiliskipulagi fyrir þéttbýlið Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Sveitarstjórn Skeið- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi 15. nóvember 2017 tillögu að breytingu á deiliskipulagi innan þéttbýlisins sem m.a. felst í að verslunar- og þjónustulóðin V3 (Nónsteinn) stækkar, gert er ráð fyrir 3 íbúða raðhúsi og parhúsi við enda Bugðugerðis og 4 íbúða raðhúsi við Skólabraut í stað lóðar fyrir leikskóla. Þá er nokkrar breytingar sem varða afmörkun lóða og vega til samræmis við nákvæmari mælingar.Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins þann 31. ágúst 2017 með athugasemdafresti til 13. október. Tvær athugasemdir bárust en breytingin var samþykkt óbreytt og hefur nú verið send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

(Deiliskipulagsbreyting)

10. Breyting á deiliskipulagi Brautarholts í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Sveitarstjórn Skeið- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi 1. nóvember 2017 tillögu að breytingu á deiliskipulagi þéttbýlisins Brautarholt í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í breytingunni felst að fjórum einbýlisalóðum við Holtabraut (1,3,5 og 7) er breytt í tveir raðhúsalóðir fyrir 4-6 íbúðir á bilinu 40 – 90 fm í hvoru húsi fyrir sig með sameiginlegu bílastæði vestan lóðanna. Þá er aðkomu frá Skeiðavegi að Malarbraut lokað og austurmörk lóðar nr. 3 færð fjær landamörkum við Húsatóftir 2. Tillagan var kynnt 31. ágúst 2017 með athugasemdafresti til 13. október. Eitt andmælabréf barst með undirskrift 15 aðila. Tillagan var samþykkt óbreytt frá auglýstri tillögu og verður nú send Skipulagsstofnun til afgreiðslu.

(Deiliskipulagsbreyting)

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.utu.is.

Skipulagstillögur nr. 1 og 5-7 eru í kynningu frá 7. til 18. desember 2017 en tillaga nr. 8 frá 7. desember 2017 til 19. janúar 2018. Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 1 og 5-7 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 18. desember 2017 en 19. janúar 2018 fyrir tillögu nr. 8. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@utu.is