30 okt Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18. október 2017
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 17 – 65. fundur
haldinn að Laugarvatni, 18. október 2017
og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson, Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson, Byggingarfulltrúi og Guðmundur Þórisson, Áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. | Ásahreppur:
Sumarliðabær 2: Umsókn um byggingarleyfi: Reiðhöll, tengibygging og breyting á skemmu – 1709076 |
|
Sótt er um leyfi til að byggja reiðhöll og tengibyggingu milli reiðhallar, hesthúss og núverandi skemmu ásamt breytingum og lagfæringum á skemmu. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. Fyrirvari er gerður um samþykki viðeigandi umsagnaraðila svo sem Brunavarna Rangárvallasýslu. | ||
2. | Grímsnes- og Grafningshreppur:
Neðra-Apavatn lóð (169309): Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1709055 |
|
Tilkynnt er stækkun á sumarhúsi 35,8 ferm úr timbri, heildarstærð eftir stækkun 90,8 ferm. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. | ||
3. | Neðan-Sogsvegar 5: Tilkynningarskyld framkvæmd: Gestahús – 1710017 | |
Tilkynnt er bygging gestahús 25,8 fm2 og 83,3 m3 úr timbri á Neðan-Sogsvegar 5 | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
4. | Óðinsstígur 12: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1710008 | |
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 64 ferm og 222,4 rúmm úr timbri. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
5. | Kerengi 21: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1709078 | |
Tilkynnt er stækkun á sumarhúsi 12,7 ferm úr timbri. Heildarstærð verður 33,5 ferm. | ||
Tilkynningu er synjað, þar sem hús fer of nærri lóðarmörkum. | ||
6. | Oddsholt 26: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1710023 | |
Sótt er um leyfi til að byggja gestahús 25,2 fm2 og 81,2 m3 úr timbri, húsið verður flutt tilbúið á staðinn frá Selfossi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
7. | Sogsbakki 6: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1710021 | |
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 114,3 fm og 334,7 m3 úr timbri | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
8. |
Snæfoksstaðir lóð (169675): Tilkynningarskyld framkvæmd: Bílageymsla – 1710020 |
|
Tilkynnt er bygging bílageymslu 39,8 fm2 og 131,3 m3 úr timbri á Snæfoksstöðum lóð (169675) | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. | ||
9. | Árvegur 50: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1710027 | |
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 28,8 fm2 og 98,3 m3 úr timbri með torfþaki | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
10. | Minni-Bær (168264): Umsókn um byggingarleyfi: Bílageymsla – 1710015 | |
Sótt er um leyfi til að byggja bílageymslu 479,5 fm2 og 2.920,1 m3 | ||
Vísað til skipulagsnefndar til frekari afgreiðslu. | ||
11. |
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
Búrfellsvirkjun: Umsókn um byggingarleyfi: Fjarskiptamastur – 1710029 |
|
Sótt er um leyfi til að reisa fjarskiptamastur. | ||
Samþykkt | ||
12. | Vorsabær 1 lóð: Tilkynningarskyld framkvæmd: Gestahús – 1710026 | |
Tilkynnt er bygging gestahús á Vorsabæ 1 lóð 18,6 fm2 og 43,4 m3 úr timbri. | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
13. |
Bláskógabyggð:
Sólbraut 5: Umsókn um byggingarleyfi: Gróðurhús – viðbygging – 1710028 |
|
Sótt er um leyfi til að byggja við gróðurhús 478 fm2 og 2.287,2 m3. Veggir verða úr þreföldu plasti. | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgeiðslu. | ||
14. |
Heiðarbær lóð (170211): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymsla – 1709009 |
|
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 198,2 ferm og kalda geymslu 92,4 ferm úr steypu á grunn sem var steyptur árið 2007. Heildarstærð 290,6 ferm | ||
Synjað til samræmis við bókun skipulagsnefndar frá fundi 28.9.2017 þar sem segir að byggingarmagn sé komið upp fyrir mörk nýtingarhlutfalls á lóð. | ||
15. |
Sunnuflöt: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – viðbygging og bílgeymsla – 1710011 |
|
Sótt er um leyfi til að byggja við íbúðarhús og byggja bílgeymslu. Heildarstærð eftir stækkun er 188,9 fm2 | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
16. |
Magnúsarbraut 2: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og gestahús – 1710030 |
|
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 62,1 fm2 og 210,5 m3 og gestahús 25,3 fm2 og 80,5 m3 úr timbri | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. |
17. | Brú (167070): Umsókn um byggingarleyfi: Starfsmannahús – 1710038 | |
Sótt er um leyfi til að reisa tímabundið starfsmannaaðstöðu úr stöðluðum gámaeiningum 133,9 fm2 og 354,8 m3. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
18. |
Flóahreppur:
Gaulverjabæjarskóli: Umsókn um byggingarleyfi: Skýli – 1709127 |
|
Sótt er um leyfi til að byggja opið skýli sem tengir mhl 01 við mhl 02 | ||
Samþykkt. | ||
19. | Villingaholtsskóli: Umsókn um byggingarleyfi: Farsímamastur – 1710022 | |
Sótt er um leyfi til að setja um loftnetsúlu og fjarskiptaskáp í þakrými á Villingaholtsskóla landnúmer 166410 skv. skráningu í Þjóðskrá Íslands | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
20. | Sandbakki: Umsókn um byggingarleyfi: Frístundahús – 1710039 | |
Sótt er um leyfi til að byggja frístundahús á tveimur hæðum 108,5 fm2 og 245,6 m3 úr timbri | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
21. |
Umsögn um rekstrarleyfi:
Ásgarður: Umsögn um rekstrarleyfi: Veitingar – 1709134 |
|
Umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, veitingar – veitingastofa og greiðasala (C), mhl 02,07 og 08 í Ásgarði, landnúmer 166712 | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis í fl II, til veitinga, þ.e. veitingastofa og greiðasala fyrir allt að 58 manns í sal. | ||
22. | Ásgarður: Umsögn um rekstrarleyfi – 1709133 | |
Umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaða – fjallaskálar mhl. 01,04 05,06,08,09,10,11,12,13,14,17 og 20 í Ásgarði landnúmer 166712 | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II. fjallaskálar. Gisting fyrir allt að 145 manns í 13 húsum. | ||
23. | Eiríksbraut 1: Umsögn um rekstrarleyfi – 1708056 | |
Umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður – frístundahús | ||
Byggingarfulltrúi hafnar umsókn um rektrarleyfi í fl. II. í sumarhúsabyggð. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30