11 okt Skipulagsauglýsing sem birtist 12. október 2017
Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að endurskoðun eftirfarandi aðalskipulagsáætlana áður en þær verða teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn:
Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Heildarendurskoðun
Lögð fram til kynningar tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem á að gilda fyrir tímabilið 2017-2029. Drög að tillögu að endurskoðun aðalskipulagsins var kynnt á íbúafundi sem haldinn var í Félagsheimilinu Árnesi 29. ágúst sl. Á fundinum bárust ýmsar athugasemdir og ábendingar auk þess sem haft hefur verið samráð við ýmsa hagsmunaaðila á svæðinu í tengslum við ákveðna þætti aðalskipulagsins. Í kjölfar þessa hafa verið gerðar ýmsar breytingar og lagfæringar á gögnum aðalskipulagsins. Tillagan er hér lögð fram til kynningar áður en sveitarstjórn tekur hana til afgreiðslu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsuppdráttur – Láglendi
Skýringaruppdrattur 1 – Landbúnaður, landgræðsla og skógrækt
Skýringaruppdráttur 2 – Flokkun landbúnaðarlands
Skýringaruppdráttur 3 – íbúðar-, frístundabyggð, hættusvæði
Skýringaruppdrattur 4 – Samgöngur, göngu-, reið- og reiðhjólaleiðir
Skýringaruppdráttur 5 – Verndarsvæði
Skýringaruppdráttur 6 – Flokkun vega á hálendi
Skýringaruppdráttur 7 – Ný íbúðarhús 2000-2016
Skýringaruppdráttur 8 – Minjar
Skýringaruppdráttur 9 – Ferðaþjónusta
Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 2016-2030. Heildarendurskoðun
Lögð fram til kynningar tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps sem á að gilda fyrir tímabilið 2016-2030. Drög að tillögu að endurskoðun aðalskipulagsins var kynnt á íbúafundi sem haldinn var í Félagsheimilinu Borg 20. júní sl. Á fundinum bárust ýmsar athugasemdir og ábendingar auk þess sem haft hefur verið samráð við ýmsa hagsmunaaðila á svæðinu í tengslum við ákveðna þætti aðalskipulagsins. Í kjölfar þessa hafa verið gerðar ýmsar breytingar og lagfæringar á gögnum aðalskipulagsins. Tillagan er hér lögð fram til kynningar áður en sveitarstjórn tekur hana til afgreiðslu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsuppdráttur – Láglendi
Skipulagsuppdráttur – Sólheimar
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.
Skipulagstillögurnar eru í kynningu frá 12. til 26. október 2017 og þurfa athugasemdir og ábendingar að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 26. október. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.
Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulag:
Aðalskipulag Bláskógabyggðar 2015-2027. Heildarendurskoðun.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi 12. september 2017 tillögu að endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins fyrir tímabilið 2015-2027. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 15. júní 2017 með athugasemdafresti til 28. júlí. Athugasemdir og umsagnir bárust á kynningartíma og var aðalskipulagið samþykkt með nokkrum minniháttar breytingum til að koma til móts við hluta athugasemda og ábendinga. Aðalskipulagið hefur nú verið sent Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum um afgreiðslu aðalskipulagsins er bent á að hafa samband við skipulagsfulltrúa.
Samþykkt aðalskipulagsgögn
Skipulagsuppdráttur – Láglendi
Skipulagsuppdráttur – Reykholt
Skipulagsuppdráttur – Laugarvatn
Skipulagsuppdráttur – Laugarás
Pétur Ingi Haraldsson
Skipulagsfulltrúi
petur@utu.is