01 sep Skipulagsnefnd fundur nr. 139 – 31. ágúst 2017
Skipulagsnefnd – 139. fundur Skipulagsnefndar
haldinn Þingborg, 31. ágúst 2017
og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu:
Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Helgi Kjartansson, Nanna Jónsdóttir, Halldóra Hjörleifsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson, Byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
1. | Bláskógabyggð
Birkilundur 6: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – stækkun – 1708052 |
|
Lögð fram umsókn eigenda Birkilundar 6 í landi Miðfells um byggingarleyfi fyrir 37,3 fm viðbyggingu þannig að húsið verður 73 fm að lokinni stækkun. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gefið verði út byggingarleyfi í samræmi við umsókn. | ||
2. | Skálabrekka B,b,1 lnr. 170772: Skálabrekka: B1-B4: 4 nýjar lóðir: Stofnun lóða – 1708085 | |
Lögð fram umsókn eigenda landsins Skálabrekka B,b,b1 lnr. 170772 dags. 23. ágúst 2017 um skiptingu landsins fimm hluta í samræmi við meðfylgjandi lóðablöð. Heildarlandið er í dag skrað 49.500 fm. Gert er ráð fyrir að lóðirnar fái heitið Móakotsstígur B1, B2, B3, B4 og B5. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skiptingu landsins en bendir á að forsenda byggingarleyfa á útskiptum lóðum er að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið. Nefndin gerir ekki athugasemd við nafnið Móakotsstígur en mælir ekki með að númering þeirra (B1, B2, o.s.frv.)verði samþykkt. Þá telur nefndin að aðrar lóðir sem nýta sama veg verði að fá sama heiti. Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að senda tillögu að nýju heiti til eigenda annarra lóða á svæðinu. | ||
3. | Skálabrekka 170163: Hótel, frístundahús og verslun og þjónusta: Aðalskipulagsbreyting – 1708081 | |
Lagðar fram til kynningar hugmyndir um uppbyggingu hótels, frístundabyggð og þjónustustarfsemi í landi Skálabrekku. | ||
Málinu vísað til umræðu í sveitarstjórn. | ||
4. | Valhallarplan og Þingplan: Þingvellir: Þjónustubyggingar: Deiliskipulag – 1702008 | |
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi fyrir Valhallarplan og Þingplan innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Tillagan nær til tveggja svæða innan þjóðgarðsins á Þingvöllum, Valhallarplan og Þingplan, og á báðum svæðum er afmörkuð lóð fyrir bílastæði auk byggingarreits fyrir allt að 150 fm salernisbyggingu. Tillagan var auglýst 4. maí sl. með athugasemdafresti til 16. júní. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Þá liggja einnig fyrir svör skipulagsráðgjafa við athugasemdum sem fram koma í umsögn Umhverfisstofnunar. | ||
Skipulagsnefnd tekur undir með Umhverfisstofnun um mikilvægi þess að unnið sé að heildarskipulagi fyrir Þingvallasvæðið í staðinn fyrir að deiliskipuleggja litla reiti í einu án sýnilegs samhengis við önnur svæði. Nefndin gerir þó ekki athugasemd við að deiliskipulagið verði samþykkt óbreytt frá auglýstri tillögu. | ||
5. | Borgarhólsstekkur 1: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1501075 | |
Lögð fram að nýju umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahús á lóðinni Borgarhólsstekkur 1 í landi Miðfells. Byggingarleyfið var á sínum tíma fellt úr gildi út af ákvæði aðalskipulags um að ekki mætti gefa út byggingarleyfi nema á grundvelli deiliskipulags. Nú hefur deiliskipulag fyrir svæðið tekið gildi og er umsóknin í samræmi við skilmála þess. | ||
Afgreiðslu frestað og byggingarfulltrúa falið að leita eftir leiðbeiningum lögfræðings um framhald málsins. | ||
6. | Svartiskógur sveitaspa: Tjörn: Smáhýsi með náttúrulaugum: Deiliskipulag – 1708020 | |
Lögð fram lagfærð tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 14,5 ha svæðis úr landi Tjarnar þar sem gert er ráð fyrir 8-10 allt að 50 fm smáhýsum með setlaugum, 3-6 allt að 70 fm „svítum“, meðferðarhúsi sem getur verið allt að 100 fm og allt að 300 fm þjónustuhúsi og nokkrum allt að 50 fm starfsmannaíbúðum. Er deiliskipulagið í samræmi við auglýsta tillögu að endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillaga verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. | ||
7. | Brattholt lóð lnr. 193452: Lóð fyrir spennistöð: Deiliskipulagsbreyting – 1708076 | |
Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi í landi Brattholts við Gullfosskaffi. Í breytingunni felst að afmörkuð er 56 fm lóð undir um 15 fm spennistöð. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna með fyrirvara um grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir Umhverfisstofnun. | ||
8. | Koðrabúðir lóð 2: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og gestahús – 1708042 | |
Lögð fram umsókn um byggingu 84,5 fm sumarhúss og 35,5 fm gestahúss á lóðinni Koðrabúðir lóð 2 úr landi Heiðar. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum aðliggjandi lóða. | ||
9. | Laugagerði lnr 167146 (Garðyrkjustöðin): Breytt nýting lóðar: Aðalskipulagsbreyting – 1708069 | |
Lögð fram umsókn eigenda Garðyrkjustöðvarinnar Laugagerði í Laugarási (lnr. 167146) um breytingu á aðalskipulagi landsins þannig að það verði heimilt að vera með verslun- og veitingarekstur á lóðinni. | ||
Málinu vísað til vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar. | ||
10. | Spóastaðir (167508): Umsókn um byggingarleyfi: Geymsla – 1708043 | |
Lögð fram umsókn eigenda frístundahúsalóðar úr landi Spóastaða með landnúmerið 167508 um leyfi til að byggja 39,8 fm geymslu úr timbri. Meðfylgjandi listi eigenda aðliggjandi lóða þar sem ekki er gerð athugasemd við umsóknina. | ||
A)Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina og mælir með að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu. | ||
11. |
Hrunamannahreppur
Skyggnir: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – breyting – 1707015 |
|
Lögð fram að nýju umsókn eigenda jarðarinnar Skyggnir lnr. 166824 dags. 6. júlí 2017 um að breyta 156 fm íbúðarhúsi í gististað. Á fundi skipulagsnefndar þann 16. ágúst sl. var ekki gerð athugasemd við að húsinu verði breytt í gististað. | ||
Eftir nánari athugun telur skipulagsnefnd að umsókn um að breyta íbúðarhúsi jarðarinnar í gistihús samræmist ekki gildandi aðalskipulagi. | ||
12. |
Flóahreppur
Ölvisholt 207869: Kúlutjöld og þjónustusvæði: Deiliskipulag – 1708024 |
|
Lögð fram lagfærð tillaga að deiliskipulagi tjaldstæðis fyrir kúlutjöld ásamt hreinlætis- og þjónustuaðstöðu á spildu úr landi Ölvisholts (lnr. 207869). | ||
Í ljósi umfangs uppbyggingarinnar telur skipulagsnefnd að forsenda deiliskipulagsins sé að svæðið verði afmarkað sem svæði fyrir verslun- og þjónustu í aðalskipulagi. Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggur niðurstaða sveitarstjórnar varðandi landnotkun í aðalskipulagi. | ||
13. | Litla-Ármót: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – 1708041 | |
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir nýju fjósi í landi Litla-Ármóts í Flóahreppi. Húsið verður byggt rúmum 100 m í N-V frá núverandi fjósbyggingu og verður grunnflötur 1.450 fm að grunnfleti og í heild 2.395 fm. | ||
Með vísun í 44. gr. skipulagslaga gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við umsóknina, með fyrirvara um umsögn Minjastofnunar Íslands. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu. | ||
14. | Hólmasel 2 lnr 225221: Deiliskipulag: Fyrirspurn – 1708068 | |
Lögð fram fyrirspurn Eflu verkfræðistofu dags. 25. ágúst 2017, f.h. landeigenda Hólmasels 2 (lnr. 225221), um heimild til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags á 14,4 ha lands fyrir 4 sumarhúsalóðir, 350 fm íbúðarhús og 2.500 fm hesthús og reiðskemmu. Gert er ráð fyrir nýrri aðkeyrslu frá Villingaholtsvegi. Umrætt svæði er í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði. | ||
Að mati skipulagsnefndar samræmist það ekki aðalskipulagi að gera ráð fyrir fjórum frístundahúsalóðum á svæðinu. Er því ekki samþykkt að farið verði í vinnu við deiliskipulag svæðisins í samræmi við fyrirliggjandi fyrirspurn. | ||
15. |
Grímsnes- og Grafningshreppur
Skáli lnr. 213131: Skáli 2: Stofnun lóðar: Fyrirspurn – 1708072 |
|
Lögð fram fyrirspurn Eflu verkfræðistofu dags. 25. ágúst 2017, f.h. landeigenda Skála lnr. 213131, um breytingu á deiliskipulagi landsins. Í breytingunni felst að landinu verði skipt í tvær um 5 ha spildur. | ||
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lands vegna tengingar inn á landið og einnig samþykki allra landeigenda spildunnar sem verið er að skipta. | ||
16. | Árvegur 4 lnr 199082, 8 lnr 199084 og 10 lnr 210319: Kringla II: Sameining lóða, stofnun lögbýlis: Deiliskipulagsbreyting – 1708079 | |
Lögð fram umsókn eigenda Árvegs 4, 8 og 10 úr landi Kringlu II dags. 19. ágúst 2017 þar sem óskað er eftir að lóðirnar þrjár verði sameinaðar í eitt rúmlega 14.5 ha lögbýli sem fengi heitið Sólakur. | ||
Málinu vísað til vinnu við endurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps. Skipulagsnefnd mælir þó ekki með að lóðunum verði breytt i lögbýli nema á grundvelli heildarendurskoðunar alls deiliskipulagssvæðisins. | ||
17. | Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Sandlækur 1 land 2 lnr. 201307: Sandholt 1-8: Byggingarleyfi: Fyrirspurn – 1708070 |
|
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á landinu Sandlækur 1 land 2 lnr. 201307 með vísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
Að mati skipulagsnefndar samræmist umsóknin ekki ákvæði gr. 5.9.1. í skipulagsreglugerð um grenndarkynningu þar sem forsenda slíkrar afgreiðslu er að um sé að ræða þegar byggt hverfi eða húsaþyrping í dreifbýli. Mælt er með að erindinu verði hafnað þar sem forsenda byggingarleyfis sé að deiliskipulag fyrir svæðið taki gildi. | ||
18. |
Öll sveitarfélög
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 17-60 – 1708001F |
|
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 9. ágúst 2017. | ||
19. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 17 – 61 – 1708003F | |
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 23. ágúst sl. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________