26 maí Skipulagsnefnd fundur nr. 134 – 23. maí 2017
Skipulagsnefnd – 134. fundur Skipulagsnefndar
haldinn Þingborg, 23. maí 2017
og hófst hann kl. 10:30
Fundinn sátu:
Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Gunnar Þorgeirsson, Helgi Kjartansson, Halldóra Hjörleifsdóttir, Egill Sigurðsson og Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
1. |
Ásahreppur
Kálfholt K 3a: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1705047 |
|
Lögð fram umsókn um byggingu 25 fm bjálkahúss á landinu Kálfholt K 3a lnr. 219274 sem er 11,9 ha að stærð. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsókn um byggingarleyfi með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar fyrir vegtengingu við þjóðveg. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna umsóknina. | ||
2. | Syðri-Hamrar 2 land lnr 200447: Syðri-Hamrar 2A og 2B: Stofnun lóðar – 1705032 | |
Lögð fram umsókn eigenda lóðarinnar Syðri-Hamrar 2 land lrn. 200447 um skiptingu hennar í tvo hluta. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við skiptingu lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. | ||
3. |
Grímsnes- og Grafningshreppur
Veitubraut 1: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1705045 |
|
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir 29,9 fm aukahúsi á lóðinni Veitubraut 1 úr landi Vaðness. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Á lóðinni, sem er 5.441 fm að stærð hefur verið reist 94,8 fm frístundahús. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða skv. 44. gr. skipulagslaga. | ||
4. | Brúarholt II: Umsókn um byggingarleyfi: hesthús og hlaða – breyting – 1705027 | |
Lögð fram umsókn byggingarleyfi sem felur í sér breytingu á íbúðarhúsi á landi Brúarholts II lnr. 196050 í 13 herbergja gistihús og breytingu á fjósi og hlöðu í 205 manna veitingaaðstöðu. | ||
Nefndin gerir ekki athugasemd við breytingar á notkun og húsanna og ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga. Er mælt með að afgreiðslu málsins verði vísað til byggingarfulltrúa. | ||
5. | Nesjar (170882): Tilkynningarskyld framkvæmd: Gróðurhús – 1705012 | |
Lögð fram umsókn um byggingu 40 fm gróðurhúss á landinu Nesjar 170882, sem er 35.000 fm að stærð. Á lóðinni hefur þegar verið byggt 88,3 fm sumarhús og tvær geymslur 19,4 fm og 64,8 fm. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga. | ||
6. | Nesjavallavirkjun lnr. 170925: NN-1, 2 og 9: Niðurrennsli: Framkvæmdaleyfi – 1704046 | |
Lögð fram að nýju umsókn Orku náttúrunnar dags. 12. apríl 2017 um framkvæmdaleyfi vegna prófanna á niðurrennsli í gamlar niðurrennslisholur, þ.e. NN-1, 2 og 9, til ársloka 2018. Meðan á prófunum stendur verða lagðar yfirborðslagnir að holunum. Meðfylgjandi er greinargerð dags. 12. apríl 2107. Fyrir liggja umsagnari Skipulagsstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þar sem ekki er gerð athugasemd við veitingu framkvæmdaleyfis. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að framkvæmdaleyfi fyrir niðurrennsli í samræmi við umsókn. | ||
7. | Klausturhólar 2 lnr. 168966: Klausturhólar 2a og 2b: Stofnun lóða – 1705039 | |
Lögð fram umsókn eigenda lóðarinnar Klausturhóla 2 lnr. 168966 dags. 10. maí 2017 um skiptingu lóðarinnar í þrjá hluta. Lóðin í heild mælist um 4,8 ha. | ||
Þar sem um er að ræða frístundahúsalóð mælir nefndin ekki með að henni verði skipt nema á grundvelli heildar deiliskipulags fyrir svæðið þar sem m.a. er sýnd aðkoma að lóðunum, byggingarheimildir o.s.frv. | ||
8. | Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Árnes: Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Breyting á landnotkun: Aðalskipulagsbreyting – 1704045 |
|
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi innan Árness sem felst í að íbúðarsvæði við enda Bugðugerðis, leikskólalóða norðan Skólabrautar fellur út, opið svæði til sérstakra nota minnkar og svæði fyrir verslun- og þjónustu (lóð Nónsteins) stækkar. Lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt með auglýsingu 4. maí 2017. | ||
Skipulagsnefnd mælir með að aðalskipulagsbreytingin verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. | ||
9. | Vesturkot: Umsókn um byggingarleyfi: Hlaða – viðbygging – 1704052 | |
Lögð fram umsókn um viðbyggingu við hlöðu í landi Vesturkots. Til stendur að setja niður tvo gáma, þak og veggir verða klæddir með samlokueiningum. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við viðbygginguna og mælir með að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga. | ||
10. | Hamarsheiði lóð 3 (Kambaslóði 6) lnr 191962: Deiliskipulagsbreyting – 1705043 | |
Lögð fram umsókn eigenda lóðarinnar Kambaslóði 6 úr landi Hamarsheiðar 2 dags. 9. maí 2017 þar sem óskað er eftir að lóðinni verði breytt í lögbýli. Lóðin er 2,4 ha. | ||
Þar sem lóðin er innst í skipulögðu hverfi mælir nefndin ekki með að lóðinni verði breytt í lögbýlislóð nema að öllum lóðum innan skipulagssvæðisins verði breytt með sama hætti. Ef breyta á lóðinni í lögbýli þarf bæði að breyta aðal- og deiliskipulagi svæðisins. | ||
11. |
Bláskógabyggð
Brattholt lnr. 167065: Spennistöð: Stofnun lóðar – 1705044 |
|
Lögð fram umsókn Brattholts ehf dags. 10.maí 2017 um stofnun 56 fm lóðar fyrir spennistöð í landi Brattholts lnr. 167065. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og byggingu spennistöðvar. | ||
12. | Seljaland 3: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymslu – 1704019 | |
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir 78,6 fm geymslu og 7,1 fm geymslu á lóðinni Seljaland 3. Málið er lagt fram þar sem ekki eru í gildi skilmálar fyrir hverfið. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við umsóknina með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynnningar fyrir eigendum aðliggjandi lóða skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 124/2010. Ef engar athugasemdir berast er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | ||
13. |
Flóahreppur
Súluholt 216736: Frístundahús: Deiliskipulag – 1611046 |
|
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 10. maí 2017 varðandi deiliskipulag frístundahúsa til útleigu á spildu úr landi Súluholts. Þá eru jafnframt lögð fram lagfærð skipulagssgögn þar sem komið hefur verið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við lagfærð gögn og mælir með að þau verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til afgreiðslu. | ||
14. | Lækjarbakki 1 og 2: Flóahreppur: Landbúnaðarsvæði: Deiliskipulag – 1705040 | |
Lögð fram umsókn eiganda landsins Lækjarbakki land 1 (lnr. 210365) dags. 10. maí 2017 um að samþykkt verði lýsing deiliskipulags sem nær til hluta landsins. Samkvæmt lýsingunni er gert ráð fyrir að landinu verði skipt upp í tvö lögbýli þar sem byggja má íbúðarhús, hesthús, skemmu og reiðhöll. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lýsingu og mælir með að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga. | ||
15. | Hrunamannahreppur
Smiðjustígur 6: Umsókn um byggingarleyfi: Iðnaðarhús – viðbygging – 1705051 |
|
Lögð fram umsókn um viðbyggingu við núverandi iðnaðarhús á lóðinni Smiðjustígur 6 á Flúðum. Núverandi hús er um 269 fm að grunnfleti og gert ráð fyrir að það stækki upp í tæpleg 402 fm. Samkvæmt afstöðumynd fer viðbyggingin lítillega út fyrir byggingarreit en í gögnum málsins kemur fram að lóðarhafar Smiðjustígs 4 geri ekki athugasemdir við staðsetningu hússins. | ||
Að mati skipulagsnefndar er um svo óveruleg frávik frá deiliskipulagi að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Er því ekki gerð athugasemd við umsóknina, með fyrirvara um að fyrir liggi skriflega að lóðarhafar Smiðjustígs 4 geri ekki athugasemd við tillöguna. Er þetta gert með vísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. | ||
16. | Unnarholtskot 1 lnr. 166837: Breyting á afmörkun og stærð lóðar – 1705041 | |
Lögð fram umsókn Eflu hf. dags. 15. maí 2017 f.h. eigenda Unnarholtskots 1 lnr. 166837 um breytingu á afmörkun landsins skv. meðfylgjandi lóðablaði. Samkvæmt mælingu er landið 55,8 ha. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun landsins með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands og hnitsetningu landamarka. | ||
17. | Unnarholtskot 1 lóð lnr. 206015: Unnarholtskot 1 lnr. 166837: Stækkun lóðar – 1705042 | |
Lögð fram umsókn Eflu hf. dags. 15. maí 2017, f.h. eigenda Unnarholtskots 1 lnr. 166837, um stækkun á landinu Unnarholtskot 1 lóð lnr. 206015. Stækkunin, sem er 2.336 fm, er tekin úr landi Unnarholtskots 1 lnr. 166837. Verður lóðin 8.763 fm eftir stækkun. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki eigenda lands þar sem hnit breytast. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. | ||
18. | Hrunamannavegur 1, 3 og 5: Flúðir: Deiliskipulagsbreyting – 1704001 | |
Lögð fram að lokinni kynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðsvæðis Flúða sem nær til lóðanna Hrunamannavegur 1, 3 og 5. Í breytingunni felst m.a. að sett er inn heimild til að vera með íbúðir að hluta í húsum á lóðunum, byggingarreitur stækkar og nýtingarhlutfall eykst úr 0.7 í 1.5 á lóðum 3 og 5 og úr 0.7 upp í 0.9 á lóð nr. 1. Tillagan var grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hrunamannavegar 1 með bréfi dags. 3. maí 2017. Er tillagan nú lögð fram með þeirri breytingu að gert er ráð fyrir sameiningu lóð nr. 3 og 5 auk minniháttar breytingu á byggingarreit. Fyrir liggur samþykki lóðarhafa Hrunamannavegar 1 fyrir þessari breytingu. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
19. | Jaðar 1 166785: Frístundahúsalóð: Deiliskipulag – 1703059 | |
Lögð fram að lokinni kynningu lýsing deiliskipulags vegna frístundahúsalóðar úr landi Jaðars ásamt umsögnum sem borist hafa, þ.e. frá Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Skipulagsstofnun. | ||
Skipulagsnefnd samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að kynna tillögu að deiliskipulagi svæðisins í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. | ||
20. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 17 – 54 – 1705001F | |
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 10. maí 2017. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________