Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 18. janúar 2017

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 17 – 46. fundur

haldinn Laugarvatn, 18. janúar 2017

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi.

Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá: 

1.   Ásahreppur:

Sumarliðabær 2 165307: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – breyting – 1609015

Sótt er um að breyta íbúðarhúsnæði að innan auk hækka ris og breyta bílskúr í íbúð auk þess að klæða húsið að utan með zink-klæðningu.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
 

2.  

Hrunamannahreppur:

Suðurhof 4: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús og bílskúr – 1701009

Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi nr. 860, íbúðarhús 156,4 ferm og bílgeymsla 32,6 ferm sem fékk samþykkt byggingaráform 16. október 2007.
Samþykkt með fyrirvara um að björgunarop uppfylli gildandi byggingarreglugerð 112/2012.
 
 

3.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Kiðhólsbraut 17: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1701024

Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 125,8 ferm og 408,9 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
4.   Árvegur 44: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1701025
Sótt er um leyfi til að byggja 30 ferm sumarhús úr timbri
Vísað til skipulagsnefndar til frekari afgreiðslu, vegna ákvæða í gildandi deiliskipulagi um þakhalla húsa.

 

 

 
 

5.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Minni-Mástunga: Stöðuleyfi: Sumarhús – 1701027

Sótt er um stöðuleyfi fyrir sumarhús 84 ferm.
Ekki hefur verið stofnuð lóð undir umrætt hús, auk þess er ekki veitt stöðuleyfi á hús sem á að standa til langframa. Framlögð gögn sýna sumarhús sem stenst ekki kröfur byggingarreglugerðar 441/1998 og 112/2012,um íbúðarhúsnæði þ.e. hvorki varðandi lágmarkshæðir innanhús, stærðir rýma, einangrunargildi ofl.
 
 

6.  

Bláskógabyggð:

Brekka lóð: Umsókn um byggingarleyfi: Áhaldahús – 1701035

Sótt er um leyfi til að byggja aðstöðuhús 119,7 fm og 419 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
 

7.  

Flóahreppur:

Ósbakki: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1612036

Tilkynnt hefur verið viðbygging við sumarhús 37,2 ferm að Ósbakka. Heildarstærð eftir stækkun er 74,2 ferm.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt.
 
8.   Skálatjörn lóð 1: Umsókn um byggingarleyfi: Hesthús/vélageymsla-breyting – 1612005
Sótt um breytingu á hluta hesthús/vélageymslu í gistiheimili.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
9.   Seljatunga: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – viðbygging mhl 22 og 23 – 1701034
Sótt er um leyfi til að byggja við fjós mhl 22, 1.574,6 ferm og 5.972,8 rúm auk tengibyggingu mhl 23, 105,6 ferm og 408 rúmm úr steinsteypu.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

 

 

 
 

10.  

Umsagnir um rekstrarleyfi:

Hestheimar: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1612015

Umsögn um nýtt rekstarleyfi í fl. V, tegund gististaðar er hótel og tegund veitingastaðar er veitingastofa og greiðasala, opnunartími verði til kl. 23:00 alla daga.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í fl. V og veitingar í fl. II. Gisting fyrir allt að 16 manns á landnr. 212134 mhl 01. Einnig er um að ræða Smáhús, gistirými fyrir allt að 32manns. Smáhús/gestahús eru mhl 03,04,05,07,08,09 og 10.
 
11.   Heiðarbraut 22: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1701005
Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í fl. II, gististaður – sumarhús
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II. Sumarhús. Gisting fyrir allt að 5 manns.
 
12.   Austurbyggð 7: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1612034
Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í fl. II, gististaður – íbúðarhús.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II. íbúðarhús. Gisting fyrir allt að 10 manns.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00

 

 

___________________________                       ___________________________