Skipulagsnefnd fundur nr. 128 – 23. febrúar 2017

holSkipulagsnefnd – 128. fundur Skipulagsnefndar

haldinn Þingborg, 23. febrúar 2017

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Björgvin Skafti Bjarnason, Gunnar Þorgeirsson, Helgi Kjartansson, Nanna Jónsdóttir, Halldóra Hjörleifsdóttir, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá: 

1.   Holtabyggð 107 lnr. 222589 (112 og 204): Útleiga frístundahúsa: Fyrirspurn – 1702024
Lögð fram fyrirspurn Heiðreks Guðmundssonar dags. 13. febrúar 2017 um hvort að heimilt verði að leigja út frístundahús og gestahús á lóð í frístundabyggðinni Holtabyggð lengur en í 90 daga á ári.
Í reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er gert ráð fyrir að ef veita eigi leyfi lengur en 90 daga þurfi viðkomandi húsnæði að vera atvinnuhúsnæði og samþykkt sem slíkt af byggingarfulltrúa. Þar sem frístundahús teljast ekki vera atvinnuhúsnæði telur nefndin ekki hægt að leigja slík hús út lengur en 90 daga á ári.
2.   Reykjavegur 355-01: Efnistaka og smíði brúar yfir Fullsæl: Framkvæmdaleyfi – 1702033
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 14. febrúar 2017 um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar Reykjavegar milli Biskupstungnabrautar og Laugarvatnsvegar sem felur m.a. í sér smíði nýrrar brúar yfir Fullsæl. Framkvæmdin er tilkynningarskyld skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum þar sem hún fellur undir lið 2.04 og 10.10 í 1. viðauka laganna.
Framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag Bláskógabyggðar og er mælt með að sveitarstjórn samþykki að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir henni. Þá telur nefndin að framkvæmdin sé ekki líklega til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og að hún skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
3.   Farvegur sunnan Hvítárbrúar: Efnistaka: Framkvæmdarleyfi – 1701076
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 17. febrúar 2017 um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr farvegi sunnan Hvítárbrúar við Kjalveg. Gert er ráð fyrir að taka um 10.000 m3 efnis í malarslitlag á Kjalvegi. Framkvæmdin er tilkynningarskyld skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum þar sem hún fellur undir lið 2.04 í 1. viðauka laganna.
Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag svæðisins og mælir skipulagsnefnd með að sveitarstjórn samþykki að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni þegar leyfi Forsætisráðuneytisins liggur fyrir. Þá telur nefndin að framkvæmdin sé ekki líklega til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og að hún skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
4.   Litla-Fljót 1 167148: Borgarás: 6 lögbýlislóðir: Deiliskipulag – 1610030
Lögð fram endurskoðuð tillaga að lýsingu deiliskipulags fyrir 6 lögbýlislóðir úr landi Litla-Fljóts lnr. 167148. Skipulagssvæðið er 15,5 ha að stærð og liggur upp að landi Brautarhóls, norðan þettbýlisins í Reykholti. Það sem hefur breyst frá fyrri tillögu er nú er gert ráð fyrir að lóðirnar tengist nýrri vegtenginu um land Litla-Fljóts í stað þess að tengjast þéttbýlinu um land Brautarhóls. Þá er einnig lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi svæðisins.
Skipulagsnefnd bendir á að samkvæmt tillögu að endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar sem sveitarstjórn hefur samþykkt að auglýsa er gert ráð fyrir að lágmarksstærð smábýla á landbúnaðarsvæðum sé 3 ha. Í ljósi þessa telur nefndin ekki hægt að kynna lýsingu deiliskipulags sem er í ósamræmi við þá stefnumörkun.
5.   Brúarvirkjun í Tungufljóti: Brú: Bláskógabyggð: Aðalskipulagsbreyting – 1603003
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 9. febrúar 2017 varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna Brúarvirkjunar í Tungufljóti. Jafnframt eru lögð fram endurskoðuð aðalskipulagsgögn þar sem komið hefur verið til móts við ábendingar Skipulagsstofnunar. Er þar m.a. bætt við ákvæðum varðandi forsendur fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis.
Að mati skipulagsnefndar hefur verið komið til móts við ábendingar Skipulagsstofnunar og mælir með að sveitarstjórn samþykki breytt skipulagsgögn og feli skipulagsfulltrúa að senda þau til staðfestingar Skipulagsstofnunar.
6.   Höfði II lnr 211605: Breyting á lóðum: Deiliskipulagsbreyting – 1702040
Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi fyrir Höfða II sem felst í að afmörkuð er sér lóð fyrir skemmu sem byggð var í samræmi við deiliskipulagið. Þá er jafnframt gert ráð fyrir breytingu á aðkomu og að ekki verði sér lóð utan um íbúðarhús.
Að mati skipulagsnefndar er breytingin óveruleg og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagalaga. Þar sem ekki er verið að auka við byggingarmagn er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
7.   Reykholt: Bláskógabyggð: Endurskoðun deiliskipulags – 1702042
Lögð fram tillaga að lýsingu deiliskipulags fyrir stóran hluta þéttbýlisins Reykholt í Bláskógabyggð. Helstu markmið deiliskipulagsvinnunar er: -að skipulagðar verði fjölbreyttar íbúðarlóðir sem nýtast til uppbyggingar næstu árin. -að gert verði ráð fyrir fjölbreyttum stærðum íbúða og að íbúðarsvæði séu í góðum tengslum við skóla, íþróttasvæði og verslun- og þjónustu. -að skapa möguleika á þróun og vexti núverandi og nýrrar landbúnaðar-, þjónustu-, iðnaðar- og athafnastarfsemi. -að tryggja gott aðgengi gangandi og hjólandi að skólasvæðinu og almenna útivistarmöguleika fyrir íbúa og gesti. -að bæta öryggi vegfarenda með endurskoðun á umferðarflæði og bílastæðum. -að allar lóðir verði hnitsettar og settir skilmálar fyrir þær.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lýsingu og mælir með að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að kynna hana skv. 3. mgr. 40. gr. og leita umsagnar Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Nefndin mælir með að allar gildandi deiliskipulagsáætlanir í Reykholti verði fellt inn í tillöguna.
8.   Efri-Reykir lóð A1 lnr. 193553 og lóð B2 lnr. 200375: Frístundasvæði: Deiliskipulag – 1702025
Lögð fram umsókn Markúss Jóhannssonar og Kristján Þorsteinssonar dags. 9. febrúar 2017 um deiliskipulag fyrir 4,5 ha spildu af landi þeirra austan Brúarár (úr landi Efri-Reykja) sem í heild er um 12 ha. Í deiliskipulaginu felst að afmarkaðar eru þrjár frístundahúsalóðir merktar A1, B1 og C.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa hana skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga, með fyrirvara um að deiliskipulagsmörk nái yfir allt núverandi land umsækjenda. Ástæða þessa er að núverandi stærðarskráning landsins er ekki rétt og mikilvægt er að mörk landsins séu rétt afmörkuð.
9.   Árgil: Haukadalur: Stækkun húss – 1506030
Lagt fram erindi lóðarhafa Árgils dags. 15. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja 99 fm gistihús vestan við núverandi hús auk þess að stækka núverandi hús um 24 fm. Áður hafði verið óskað eftir heimild til að stækka núverandi hús um 123 fm en fallið hefur verið frá þeim hugmyndum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nýtt hús og viðbyggingu með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum aðliggjandi lands skv. 44. gr. skipulagslaga. Ef engar athugasemdir berast á kynningartíma er mælt með að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
10.   Hótel og frístundabyggð: Hnaus 2 192333: Mosató: Heiti lóða – 1702021
Nýlega var samþykkt deiliskipulag fjögurra frístundahúsalóða og einnar lóðar fyrir hótel á spildu úr landi Hnaus 2. Nú hefur verið óskað eftir stofnun tveggja lóða og að þær fái heitið Mosató.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lóðir svæðisins fái heitið Mosató.
11.   Ásahraun lnr. 178801: Gistihús fyrir ferðamenn: Deiliskipulagsbreyting – 1702030
Lögð fram umsókn eigenda Áshrauns lnr. 178801 sem er rúmlega 1 ha einbýlishúsalóð úr landi Hryggs í Flóahreppi. Óskað er eftir leyfi til að koma fyrir nokkrum smáhýsum á lóðinni til útleigu.
Þar sem eingöngu er um að ræða um 1 ha einbýlishúsalóð telur skipulagsnefnd það ekki samræmast gildandi aðalskipulagi að byggja upp nokkur smáhýsi til útleigu. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði en þyrfti að vera merkt sem svæði fyrir verslun-og þjónustu.
12.   Hvammsvirkjun:Virkjun Þjórsár á móts við Skarðsfjall: Aðalskipulagsbreyting – 1611065
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Í breytingunni felst breyting á afmörkun Hagalóns og færslu á austasta hluta Gnúpverjavegar. Þá er jafnframt lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar um lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar sem kynnt var um miðjan desember 2016.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og mælir með að hún verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Æskilegt væri að kynning væri samhliða kynningu á deiliskipulagi virkjunarinnar. Þá er gert ráð fyrir að auglýsing skv. 1. mgr. 30. gr. verði samhliða deiliskipulagi virkjunar og frummatsskýrslu.
13.   Hvammsvirkjun: Virkjun Þjórsár á móts við Skarðsfjall: Deiliskipulag – 1509062
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Hvammsvirkjunar sem sett er fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 17. febrúar 2017. Lýsing deiliskipulagsins var kynnt í byrjun árs og liggja fyrir umsagnir Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Fiskistofu, Umhverfisstofnunar, Hafrannsóknarstofnun og Landgræðslunnar. Þá bárust nokkrar athugasemdir á kynningartíma.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga samhliða kynningu á breytingu á aðalskipulagi fyrir hluta svæðisins. Að mati skipulagsnefndar er nauðsynlegt að kynna skipulagsmál sem tengjst virkjuninni á almennum kynningarfundi.
14.   Háholt 1 lnr 176073: Afmörkun lóðar – 1702037
Lögð fram umsókn um staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Háholt 1 úr landi Háholts (lnr.166557). Lóðin er skráð 2.500 fm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar og ekki heldur við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga, með fyrirvara um samþykki eigenda lóðarinnar Öxl lnr. 209231 varðandi aðkomu að lóðinni.
15.   Háholt lnr 166557: Skemma: Stofnun lóðar – 1702038
Lögð fram umsókn Margrétar Steinþórsdóttur dags. 16. febrúar 2017 um stofnun 1.200 fm lóðar utan um svínahús með fastanr. 220-2327 úr landi Háholts lnr. 166557.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
16.   Háholt lnr 166557: Sjónarhóll: Stofnun lóðar – 1702039
Lögð fram umsókn Margrétar Steinþórsdóttur dags. 16. februar 2017 um stofnun 10.000 fm lóðar úr landi Háholts lnr. 166557 sem fá mun nafnið Sjónarhóll. Lóðin er vestast á jörðinni nálægt mörkum Ásbrekku.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga, með fyrirvara um samþykki eigenda lóðarinnar Öxl lnr. 209231 varðandi aðkomu að lóðinni.
17.   Minni-Mástunga lnr 166582: Breytt nýting lóðar: Fyrirspurn – 1701046
Lögð fram drög að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Minni-Mástungu. Í breytingunni felst að lóð núverandi hótels er breytt til samræmis við raunverulega afmörkun og stærð auk þess sem tvær frístundshúsalóðir falla út og í staðinn gert ráð fyrri einni íbúðarhúsalóð.
Að mati skipulagsnefndar samræmist tillaga að breytingu á deiliskipulagi gildandi aðalskipulagi. Mælt er með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa hana skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga með fyrirvara um lagfæringar á gögnum í samráði við skipulagsfulltrúa.
18.   Stöng og Gjáin í Þjórsárdal: Deiliskipulag – 1511004
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær til Stangar og Gjárinnar í Þjórsárdal. Fyrir liggja umsagnir Umhverfisstofnunar, Forsætisráðuneytisins og Skipulagsstofnunar um lýsingu deiliskipulagsins sem kynnt var í byrjun árs 2016. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir möguleikanum að endurnýja yfirbyggingu sem er yfir bæjarrústunum auk þess sem afmarkaður er byggingarreitur fyrir salerni við bílastæði sunnan Rauðár. Þá er gert ráð fyrir að aðkoma að Gjánni verði frá bílastæði við Stöng um göngu- og reiðleið, en ekki gert ráð fyrir umferð bíla.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna og mælir með að hún verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga auk þess sem leitað verði umsagnar Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
19.   Skaftholt lnr. 166592: Hraunhólar: Deiliskipulagsbreyting – 1702023
Lögð fram umsókn Sjálfseignarstofnunarinnar Skaftholts dags. 7. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir að bæta 4 ha spildu við deiliskipulag Hraunhóla. Á spildunni er gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 600 fm einbýlishús á einni hæð sem hýsa mun starfsfólk Skaftholts.
Að mati skipulagsnefndar samræmist breytingin gildandi aðalskipulagi og mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa hana skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga, með fyrirvara um að vegtengingu við þjóðveg verði unnin í samráði við Vegagerðina.
20.   Neðan Sogsvegar 14 lnr. 169341: Breyting á afmörkun og stærð lóðar – 1702027
Lögð fram umsókn Herdísar Kristjánsdóttur dags. 12. febrúar 2017 um að afmörkun og stærð lóðarinnar Neðan-Sogsvergar 14 lnr. 169341 verði breytt til samræmis við meðfylgjandi uppdrátt. Hnitsetning var gerð af Mælingu ehf. eftir upplýsingum í afsali dags. 23. maí 1963.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við hnitsetta afmörkun spildunnar með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands á landamörkum sem þá varða.
21.   Undirhlíð 51 lnr. 221454: Stækkun gestahúss: Fyrirspurn – 1702028
Lögð fram fyrirspurn Freys Gunnarssonar dags. 31. janúar 2017 um hvort að heimilt verði að byggja 41 fm gestahús á lóðinni Undirhlíð 51.
Að mati nefndarinnar samræmist það ekki skilmálum deiliskipulagsins að byggja 41 fm aukahús á lóðinni.
22.   Nesjavallavirkjun lnr. 170925: Sumarvarmalosun á Mosfellsheiði: Framkvæmdaleyfi – 1702031
Lögð fram umsókn Orku Náttúrunnar dags. 15. febrúar 2017 um framkvæmdaleyfi fyrir niðurdælungu á holum HK-35 og HK-36 frá 1. apríl til 1. nóvember 2017.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd og mælir með að sveitarstjórn samþykki að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni með fyrirvara um umsögn Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
23.   Nesjavellir 209139: Aukið byggingarmagn hótels: Deiliskipulag – 1607005
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær til lóðar ION hótels á Nesjavöllum með lnr. 209139. Fyrirhugað er að byggja við núverandi hótel og bæta við um 22 herbergjum þannig að þau verði um 64 talsins. Núverandi hótel er um 2.300 fm að stærð en með deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að heildarbyggingarmagn verði allt að 3.830 fm. Fyrir liggja umsagnir Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um matslýsingu deiliskipulagsins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu og mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa skv. 1.m gr. 41. gr. skipulagslaga ásamt umhverfisskýrslu. Til viðbótar við fyrirliggjandi umsagnir þarf að send tillöguna til Náttúrufræðistofnunar í samræmi við ábendingu Skipulagsstofnunar.
24.   Nesjavellir-Orkuver: Orkuvinnslusvæði: Deiliskipulagsbreyting – 1702035
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 15. febrúar 2017 um breytingu á deiliskipulagi Nesjavalla. Í breytingunni felst að skipulagssvæðið næst lóð hótels ION minnkar um 0.5 ha til samræmis við stækkun hótellóðar. Þá minnkar einnig hverfisverndarsvæði um 0.2 ha.
Að mati skipulagsnefndar er um óverulegar breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna tillöguna.
25.   Útleiga á íbúðar- og sumarhúsum: Starfsreglur – 1702041
Farið yfir hugmyndir að samræmdum reglum varðandi útleigu á íbúðar- og sumarhúsum.
Í ljósi nýrrar reglugerðar er að mati skipulagsnefndar ekki forsenda til að gefa út starfsleyfi fyrir útleigu á íbúðar- og sumarhúsasvæðum umfram 90 daga þar sem hús á slíkum svæðum hafa til þessa ekki verið samþykkt eða skráð sem atvinnuhúsnæði. Samþykkt að útbúa samræmdar starfsreglur fyrir aðildarsveitarfélög byggðasamlagsins byggt á þessari túlkun.
26.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 17 – 48 – 1702002F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 15. febrúar 2017.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________