Skipulagsnefnd fundur nr. 124 – 22. desember 2016

Skipulagsnefnd – 124. fundur Skipulagsnefndar

haldinn Flúðir, 22. desember 2016

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir Aðalmaður og Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

1.  

Hrunamannahreppur

Auðsholt 2 (Selholt 1) lnr 217497: Nýbyggingar: Deiliskipulag – 1612027

Lögð fram umsókn Tómasar Tómassonar mótt. 13. desember 2016 um deiliskipulag fyrir íbúðarhús og aðstöðuhús í landi Auðsholts 2, Selholt 1 lnr. 217497. Landið er í heild 93,8 ha og eru afmarkaðir tveir byggingarreitir á holti í landinu. Fram kemur að þekkt flóðamörk fengin frá Veðurstofu Íslands eru í 55,2 m.y.s. og að gólfhæð skuli að lágmarki vera í 56,5 m.y.s.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til umsagnar Veðurstofu Íslands, Minjastofnunar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Áður þarf þó að laga gögn þannig að þekkt flóðamörk séu afmörkuð á skipulagsuppdrátt, að fjallað verði um fráveitu auk annarra minniháttar lagfæringa í samráði við skipulagsfulltrúa.
 
 

2.  

Flóahreppur

Bitra land 215992: Stækkun hótels: Aðalskipulagsbreyting – 1611063

Lögð fram tillaga að lýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar í landi Bitru á 5 ha svæði umhverfis núverandi gistihús. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði heimilt að stækka núverandi húsnæði þannig að hótelið verði allt að 6.000 fm að stærð. Í breytingunni er landnotkun breytt í svæði fyrir verslun- og þjónustu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leitað verður umsagnar Skipulagsstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar auk þess sem kanna þarf hvort að tilgreindar veitur geti annað þeim framkvæmdum sem ráðgerðar eru.
 
3.   Hólmasel lnr 165487: Hólmasel 2: Stofnun lóðar – 1612032
Lögð fram umsókn Eflu Verkfræðistofu dags. 15. desember, 2016 f.h. landeigenda, um stofnun 58,1 ha spildu úr landi Hólmasels lnr. 165487 og er gert ráð fyrir að hún fái heitið Hólmasel 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun landsins með fyrirvara um samþykki vegagerðarinnar á aðkomu og samþykki eigenda aðliggjandi lands á hnitsetningu landamarka. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
 
4.   Skálatjörn lóð 1: Umsókn um byggingarleyfi: Hesthús/vélageymsla-breyting – 1612005
Lögð fram umsókn um breytingu á hluta hesthúss/vélageymslu á landinu Skálatjörn lóð 1 í gistiheimili. Lóðin er tæplega 3,7 ha að stærð og er landnotkun skv. aðal- og deiliskipulagi íbúðarbyggð/landbúnaður.
Að mati skipulagsnefndar samræmist landnotkunin gildandi aðalskipulagi og gerir ekki athugasemd við breytinguna. Mælt er með að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 
5.   Bláskógabyggð

Mosaskyggnir 12 lnr 224481: Tilfærsla á lóð: Deiliskipulagsbreyting – 1612026

Lögð fram umsókn Eflu verkfræðistofu dags. 13. desember 2016 um breytingu á deiliskipulagi Úthlíðar sem felst í að lóðin Mosaskyggnir 12 færist til norðvesturs. Stærð lóðarinnar breytist ekki.
Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna breytinguna þar sem lóðirnar Mosaskyggnir 13, 15 og 17 hafa ekki verið stofnaðar og því engir hagsmunaaðilar til staðar aðrir en eigendur jarðarinnar.
 
6.   Efri-Reykir 167080: Hótelbygging og baðlón: Fyrirspurn – 1610007
Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi svæðis úr landi Efri-Reykja sem ætlað er til uppbyggingar hótels- og baðlóns. Í því felst að afmarkað er svæði fyrir baðlón þjónustuhús og 100-200 herbergja hótel með hámarksbyggingarmagn upp á allt að 14.000 fm. Þá er einnig afmarkaður byggingarreitur fyrir allt að 10 starfsmannahús fyrir allt að 60 starfsmenn sem samtals geta verið allt að 1.500 fm.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en telur að byggingarreitur þjónustuhúss og hótels sé of nálægt ánni. Þá er bent á að í ljósi umfangs starfseminnar þurfi að gera ráð fyrir hreinsistöð fyrir fráveitu en ekki rotþró með siturbeði. Varðandi starfsmannahús að þá telur nefndin einnig að gera ætti ráð fyrir að meginhluti starfsmannaíbúða eigi að byggjast upp í þéttbýlisstöðum. Þá þarf að mati nefndarinnar að skoða betur staðsetningu þyrlupalls.
 
7.   Vatnsleysa land B lnr 188581: Frístundahúsalóðir: Deiliskipulag – 1612004
Lagðar fram tvær tillögur að deiliskipulagi fyrir þrjár spildur úr landi Vatnsleysu í samræmi við bókun skipulagsnefndar dags. 8. desember 2016. Önnur þeirra gerir ráð fyrir byggingarreit á einni lóð en hin tillagan gerir ráð fyrir sambærilegum byggingarreit á öllum þremur lóðunum.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga þar sem afmarkaður er byggingarreitur á lóð B en ekki á lóðum A og C, þar sem ekki liggur fyrir samþykki þeirra eigenda.
   
8.   Herutún 1 – 13 lnr 214886, 214887 og 214888 (oddatölur): Fjölgun íbúða í húsum: Deiliskipulagsbreyting – 1612033
Lögð fram umsókn Andra Þórs Gestssonar dags. 13. desember 2016 um breytingu á deiliskipulagi sem nær til íbúðarlóða við Herutún á Laugarvatni. Óskað er eftir að þriggja íbúða raðhúsalóð verði breytt í fjögurra íbúða hús (Herutún 1,3,5) og að tveimur parhúsalóðum verði breytt á sama hátt (Herutún 7-9 og 11-13). Gert er ráð fyrir að þarna verði byggð þrjú fjögurra íbúða raðhús með þriggja herberja íbúðum. Verða húsin innan núverandi byggingarreita. Fyrir liggur að eigendur einu byggðu lóðarinnar við Herutún gera ekki athugasemdir við breytinguna.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi umsókn. Þar sem leyfilegt byggingarmagn breytist ekki og uppbygging á svæðinu er lítið sem ekkert farin af stað er breytingin óveruleg að mati nefndarinnar. Mælt er með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Þar sem samþykki eigenda lóðar við Herutún liggur fyrir er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
 
9.   Stekkatún 1-5: Efri-Reykir: Deiliskipulag – 1606010
Lögð fram lagfærð tillaga að deiliskipulagi fyrir Stekkatún 1-5 úr landi Efri-Reykja þar sem komið hefur verið til móts við ábendingar Skipulagsstofnunar í bréf dags. 22. nóvember 2016.
Að mati skipulagsnefndar hefur verið komið til móts við ábendingar Skipulagsstofnunar og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana að nýju.
 
10.   Grímsnes- og Grafningshreppur

Kóngsvegur 21 lnr 169352, Kóngsvegur 21A lnr 220186 og Farbraut 5 lnr 169393: Breytt deiliskipulag: Fyrirspurn – 1611047

Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á deiliskipulagi Norðurkots sem varðar Kóngsveg 21 og 21a og Farbraut 5. Nú er gert ráð fyrir að byggingarreitur sé 10 m frá lóðarmörkum en ekki 5 m eins og í fyrri tillögu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna. Að mati nefndarinnar er um óverulegu breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum lóða sem breytast.
 
11.   Snæfoksstaðir lnr 168278: Afmörkun lóðar fyrir mastur: Deiliskipulag – 1612029
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi 600 fm lóðar í landi Snæfoksstaða fyrir allt að 25 m hátt mastur um 7,5 fm fjarskiptahúss.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
 
12.   Þrastalundur lóðir 1-4: Stækkun deiliskipulagsmarka og uppbygging hótels: Fyrirspurn – 1612038
Lögð fram fyrirspurn V63 ehf. dags. 19. desember 2016 um stækkun deiliskipulagssvæðis við Þrastaland þannig að byggja megi gistiskála/hótel í tengslum við núverandi starfsemi Þrastalunds. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu gistiskála auk þrívíddarmynda af tillögum að útliti húsanna.
Þar sem umsóknin er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulagi er málinu vísað til umfjöllunar í sveitarstjórn. Nefndin vill benda á að skoða þarf hvort að fyrirhuguð uppbyging samræmist þinglýstum kvöðum sem fram koma í upphaflegu gjafaafsali. Skipulagfulltrúa falið að skoða málið í samráði við sýslumann.
 
13.   Nesjavellir 209139: Umsókn um byggingarleyfi: Kjallari og glerskáli – 1611026
Lögð fram umsókn Hengils Fasteigna ehf. dags. 19. september 2016 um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi Ion Hótel á Nesjavöllum. Samkvæmt umsókn á að glerskála og kjallara undir hluta af norður byggingu núverandi húss. Viðbyggingin verður samtals 284,8 fm.
Þar sem um er að ræða tiltölulega litla stækkun telur nefndin ekki þörf á að vinna deiliskipulag vegna umsóknarinnar heldur megi gefa út leyfi á grundvelli grenndarkynningar. Mælir nefndin með að sveitarstjórn samþykki að kynna fyrirhugaða stækkun fyrir Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun og Orkuveitunni. Ef engar athugasemdir berast verði afgreiðslu málsins vísað til byggingarfulltrúa.
 
14.   Ásborgir 44, 46 og 48: Ásgarður: Sameining lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1608018
Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ásborga sem nær til lóða 44, 46 og 48. Tillagan var auglýst 13. október 2016 með athugasemdafresti til 25. nóvember auk þess sem hún var kynnt sérstaklega fyrir lóðarhöfum innan svæðisins. Tvö athugasemdabréf bárust. Fyrir liggur minnisblað Óskars Sigurðssonar hrl. dags. 19. desember 2016 um innkomnar athugasemdir.
Að mati skipulagsnefndar er óheppilegt að gera verulega breytingu á gildandi deiliskipulagi á sama tíma og í gangi eru dómsmál við sveitarfélagið í sama hverfi vegna fyrri breytinga. Mælir nefndin með að ekki verði farið í frekari breytingar á svæðinu fyrr en búið er að leysa úr málum sem nú er fyrir dómi.
 
15.   Skeiða- og Gnúpverjahrepppur

Hvammsvirkjun: Virkjun Þjórsár á móts við Skarðsfjall: Deiliskipulag – 1509062

Lögð fram að nýju lýsing deiliskipulags fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi fyrir hluta svæðisins er í gangi og var lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar auglýst til kynningar 15. desember sl.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lýsing deiliskipulagsins verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
16.   Réttarholt A lnr 166587: Ferðaþjónusta: Deiliskipulag – 1612035
Lögð fram umsókn Egils Gestssonar dags. 20. desember 2016 um deiliskipulag fyrir landið Réttarholt A lnr. 166587. Afmarkaðir eru þrír byggingarreitir, Reit 1 þar sem gert er ráð fyrir allt að 30 smáhýsum á bilinu 12-30 fm, Reit 2 þar sem byggja má allt að 40 herbergja tvílyft gistiheimili og Reit 3 þar sem byggja má tvö tvílyft einbýlishús.
Að mati skipulagsnefndar er fyrirliggjandi tillaga ekki í samræmi við upphaflegar hugmyndir sem kynntar voru um uppbyggingu á svæðinu. Mælt er með að í deiliskipulagi verði eingöngu gert ráð fyrir byggingu smáhýsa til útleigu eins og lagt var með í upphafi og lýsing aðalskipulagsbreytingar sem nú er í kynningu gerir ráð fyrir.
 
 

17.  

Öll sveitarfélög

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-44 – 1612003F

Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 14. desember 2016.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________