Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 14. desember 2016

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-44. fundur

haldinn Laugarvatn, 14. desember 2016

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Stefán Short Embættismaður.

 

Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, astoðamaður byggingarfulltrúa

Dagskrá:

 

1.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Nesjavellir 209139: Umsókn um byggingarleyfi: Kjallari og glerskáli – 1611026

Sótt er um byggja glerskála og kjallara undir hluta af norður byggingu núverandi húss.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
 
2.    

Hæðarendi lóð: Umsókn um byggingarleyfi: Vélahús-kolsýruv – breyting – 1612014

Sótt er um leyfi til að gera milliloft í miðhluta í vélahús-kolsýruv. mhl 01 og innrétta kaffistofu.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 
3.    

Þverholtsvegur 17: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – reyndarteikning – 1612012

Sótt var um leyfi árið 1994 – reyndarteikning. Heildarstærð eftir stækkun er 39,3 ferm 111,7 rúmm.
Samþykkt.
 
4.   Kerbyggð 11: Stöðuleyfi: Vinnuskúr og salerni – 1612008
Sótt er um leyfi fyrir vinnuskúr 18,6 ferm og salerni 2,2 ferm.
Stöðuleyfi veitt til 31.12.2017

 

 

 
5.   Bláskógabyggð:

Rjúpnavegur 7: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1612013

Tilkynnt er stækkun á sumarhúsi um 18,4 ferm. Heildarstærð eftir stækkun er 80,9 ferm og 250,7 rúmm
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 og samræmast skipulagsáætlunum.
 
 

6.  

Flóahreppur:

Flaga: Stöðuleyfi: Sumarhús – 1612020

Sótt er um stöðuleyfi fyrir sumarhús 65,2 ferm. Húsið verður flutt frá Haukadal III, Bláskógabyggð
Stöðuleyfi veitt til 01.07.2017
 
7.   Skálatjörn lóð 1: Umsókn um byggingarleyfi: Hesthús/vélageymsla-breyting – 1612005
Sótt um breytingu á hluta hesthús/vélageymslu í gistiheimili.
Vísað til skipulagsnefndar vegna túlkunar á skilmálum.
 
 

8.  

Umsagnir um rekstrarleyfi:

Vesturbrúnir 4: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1611056

Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í fl. II, gististaður – sumarhús
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. II. Gisting fyrir allt að 6-10 manns.
 
9.   Bjarkarbraut 19: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1611059
Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í fl. I, gististaður – heimagisting
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé nýtt rekstrarleyfi í fl. I. Gisting fyrir allt að 8 manns.
 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30

 

 

___________________________                       ___________________________