13 okt Skipulagsnefnd fundur nr. 119 – 13. október 2016
Skipulagsnefnd – 119. fundur
haldinn Laugaland, 13. október 2016
og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir Aðalmaður, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
1. |
Grímsnes- og Grafningshreppur
Minni-Borg land 199953: 2 nýjar lóðir: Stofnun lóða – 1610003 |
|
Lögð fram umsókn Arion banka hf. dags. 26. september 2016 um stofnun tveggja lóða úr landi Minni-Borg lnr. 199953. Eru lóðirnar merktar G og E á meðfylgjandi uppdrætti. | ||
Ekki er gerð athugasemd við stofnun lóðanna þegar lagfærð gögn hafa borist. Bent er á að ekki verður hægt að byggja á lóðunum nema að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. | ||
2. | Brjánsstaðir 168223: Leyndarholt: Stofnun lóðar – 1610006 | |
Lögð fram umsókn Bergs Guðmundssonar dags. 6. október 2016 um stofnun 7,5 ha spildu úr landi Brjánsstaða lnr. 168233 og óskað eftir að hún fái heitið Leyndarholt. | ||
Ekki er gerð athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. | ||
3. | Borgarbraut 20: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – viðbygging – 1609050 | |
Sótt er um leyfi til að byggja við íbúðarhús 56,6 ferm og 322,2 rúmm. Heildarstærð eftir stækkun er 236 ferm og 914,2 rúmm. Samkvæmt afstöðumynd fer bílskúr út fyrir byggingarreit skv. deiliskipulagi. | ||
Að mati skipulagsnefndar eru um svo óverulegt frávík að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarð eða innsýn. Nefndin gerir því ekki athugasemd við fyrirhugaða umsókn og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | ||
4. | Flóahreppur
Urriðafoss 166392: Flóahreppur: 11 gistihús fyrir ferðaþjónustu: Deiliskipulag – 1610002 |
|
Lögð fram umsókn Einars Helga Haraldssonar og Haraldar Einarssonar dags. 25. september 2016 um stofnun lóðar úr landi Urriðafoss og breytingar á skipulagi þannig að reisa megi allt að 11 gestahús til útleigu á tveimur byggingarreitum. Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur sem sýnir afmörkun lóðarinnar og byggingarreits rétt vestan við Urriðafoss í Þjórsa. | ||
Að mati skipulagsnefndar samræmist tillagan ákvæðum gildandi aðalskipulags en telur að í ljósi nálægðar við Urriðafoss þurfi að gera betur grein fyrir ásýnd fyrirhugaðra bygginga á umhverfið. Afgreiðslu málsins frestað þar til ítarlegri gögn hafa borist. | ||
5. | Langholt 2 166249: Aukið byggingarmagn á lóð: Fyrirspurn – 1610005 | |
Lögð fram fyrirspurn Ragnars Björgvinssonar dags. 4. október 2016 um hvort að stækka megi bílskúr í Langholti 2 til suðaustur um allt að 50 fm. Fyrirhugað er að breyta húsinu og útbúa gistiaðstöðu. | ||
Þar sem gildandi deiliskipulag er í kæruferli hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála mælir skipulagsnefnd ekki með að gerð verði breyting á deiliskipulaginu fyrr en niðurstaða kærunnar liggur fyrir. | ||
6. | Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Réttarholt A lnr 166587: Verslun og þjónusta: Breyting á nýtingu lóðar: Aðalskipulagsbreyting – 1610004 |
|
Lögð fram umsókn Egils Gestssonar og Hannesar Ó Gestssonar dags. 3. október 2016 þar sem óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi svæðis sem nær til lóðarinnar Réttarholt A lnr. 166587 og eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir landið. Óskað er eftir að svæðið verði skilgreint sem verslun- og þjónusta þar sem fyrirhugað er að nýta landið til uppbyggingar þjónustu i tengslum við hestaferðir m.a. gistiaðstöðu fyrir allt að 30 manns í litlum einlyftum húsum. | ||
Að mati skipulagsnefndar er forsenda uppbyggingarinnar að aðalskipulagi svæðisins verði breytt í svæði fyrir verslun- og þjónustu. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við slíka breytingu og mælir með að lýsing verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. | ||
7. | Eystra-Geldingaholt 5: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1609061 | |
Tilkynnt er stækkun á sumarhúsi að Eystra-Geldingaholti 5. Heildarstærð eftir stækkun er 108,9 ferm og 310,7 rúmm úr timbri. | ||
Að mati skipulagsnefndar eru um svo óverulegt frávík að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Nefndin gerir því ekki athugasemd við fyrirhugaða umsókn og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | ||
8. | Bláskógabyggð
Efri-Reykir 1 lnr 221848: Hótelbygging: Deiliskipulagsbreyting: Fyrirspurn – 1610007 |
|
Lögð fram til kynningar uppbyggingaráform á spildu úr landi Efri-Reykja. Samkvæmt gögnum málsins er fyrirhugað að byggja á landinu um 2.000 fm baðlón/laug ásamt tilheyrandi þjónustubyggingu, um hundrað herbergja hóteli með möguleika á frekari stækkun og aðstöðuhús fyrir starfsmenn. | ||
Í ljósi umfangs og staðsetningu framkvæmdanna telur skipulagsnefnd að huga þurfi sérstaklega vel að umhverfisáhrifum m.a. fráveitu. Málinu vísað til umræðu í sveitarstjórn. | ||
|
||
9. | Brekka lóð 167210: Brekkuskógur: Bygging grillskýlis: Deiliskipulag: Fyrirspurn – 1610009 | |
Lögð fram fyrirspurn BHM orlofssjóðs dags. 1. október 2016 um hvort að byggja megi hálfopið grillskýli suðvestan við þjónustumiðstöð í landi BHM í Brekkuskógi. | ||
Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að breyta deiliskipulagi svæðisins til að byggja megi ofangreint grillskýli. Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki slíka breytingu, sem gerir ráð fyrir byggingarreit fyrir grillskýli, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu. | ||
10. | Syðri-Reykir 2 167163: Mógil: Breytt nýting lands: Aðalskipulagsbreyting – 1610013 | |
Lögð fram umsókn Jakobssona ehf. dags. 6. október 2106 um breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar á svæði sem nær til landsins Syðri-Reykir 2 lnr. 167163. Óskað er eftir að afmarkað verði svæði fyrir verslun- og þjónustu, frístundabyggð, afþreyingar og ferðaþjónustusvæði og íbúðarbyggð. Fyrirhugað er að byggja upp allt að 1000 fm þjónustuhús í tengslum við baðlón, allt að 3000 fm hótel, frístundahús o.fl. | ||
Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að áður en afstaða er tekin til breytingar á aðalskipulagi þurfi að berast ítarlegri gögn um fyrirhugaða uppbyggingu. | ||
11. | Efri-Reykir lóð 1 lnr. 167257: Stofnun 7 nýrra lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1606073 | |
Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tilllaga að breytingu á deiliskipulagi Efri-Reykja sem felst í að afmarkaðar eru 7 nýjar lóðar á bilinu 2.068 til 2.907 fm þar sem byggja má 60-65 fm frístundahús til sölu eða útleigu. Tillagan var kynnt með bréfi dags. 1. september 2016 og gefinn frestur til 30. desember til að koma með athugasemdir. Athugasemdir bárust frá stjórn sumarhúsafélagsins, eigendum Efri-Reykja og eigendum aðliggjandi lóðar. | ||
Í ljósi innkominna athugasemda mælir skipulagsnefnd með að sveitarstjórn falli frá tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. | ||
12. | Ásahreppur
Ásmúli 1A lnr 224540: Gistihús fyrir ferðaþjónustu: Breyting á nýtingu lóðar: Fyrirspurn – 1610008 |
|
Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Hilmarssonar dags. 2. október 2016 um hvort að heimilt verði að setja niður 5-10 um 35 fm hús ásamt einu 80 fm húsi á landi Ásmúla sem nýta á fyrir ferðaþjónustu. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu. | ||
Að mati skipulagsnefndar samræmist fyrirhuguð uppbyggin gildandi aðalskipulagi en telur að vinna þurfi deiliskipulag fyrir svæðið og er fyrsta skrefið í því að vinna lýsingu skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga. | ||
13. | Sumarliðabær 2 165307 og Sumarliðabær 2 lóð lnr 217623: Aukið byggingarmagn og breytt nýting lóða: Deiliskipulag – 1610014 | |
Lögð fram umsókn Svarthöfða-Hrossarækt ehf. dags. 6. október 2016 um deiliskipulag fyrir Sumarliðabæ 2 í Ásahreppi. Fyrirhugað er að nýta jörðina undir hestaræktun og eru afmarkaðir byggingarreitir fyrir íbúðarhús, reiðhöll og tengibyggingar, gestahús, reiðvöll o.fl. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa hana skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
14. |
Öll sveitarfélög
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-39 – 1610001F |
|
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 5. október 2016. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________
___________________________ ___________________________