Skipulagsnefnd fundur nr. 117 – 8. september 2016.

Skipulagsnefnd – 117. fundur  

haldinn í Árnesi, 8. september 2016

og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Halldóra Hjörleifsdóttir Aðalmaður, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Dagskrá:

 

1.  

Ásahreppur

Einiholt 180119: Skemma: Nýbygging: Fyrirspurn – 1609008

Lögð fram fyrirspurn Fanneyjar Bjargar Karlsdóttur um hvort að heimilt verði að byggja allt að 600 fm skemmu á jörðinni Einholt í Ásahreppi á svæði sunnan við núverandi refahús eins nálægt landamerkjum og hægt er.
Samþykkt að grenndarkynna skv. 44. gr. skipulagslaga umsókn um byggingarleyfi fyrir eigendum aðliggjandi jarðar þegar fyrir liggur betri afstöðu- og útlitsmynd. Einnig þarf að leita umsagnar Minjastofnunar Íslands. Fjarlægð frá landamerkjum má ekki vera minna en 10m. Ef engar athugasemdir berast á kynningartíma er málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 

2.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Skarð 1 174781: Arngrímslundur: Stofnun lóðar – 1608081

Lögð fram umsókn dags. 30. ágúst 2016 um stofnun 6.743 fm lóðar úr landi Skarðs 1. Svæðið er í aðalskipulagi afmarkað sem frístundabyggð en skv. umsókn er fyrirhugað er að reka minniháttar ferðaþjónustu á lóðinni sem aukabúgrein.
Ekki er gerð athugasemd við stofnun lóðarinnar en bent á að henni fylgja ekki neinar byggingarheimildir þar sem ekki hefur verið unnið deiliskipulag af svæðinu. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
3.   Skeiðháholt 2 166496: Skeiðháholt 2a: Stofnun lóðar – 1608049
Lögð fram umsókn EFlu Verkfræðistofu dags. 24. ágúst 2016, f.h. landeigenda, um stofnun 4.745,7 fm lóðar úr landi Skeiðháholts 2 lnr. 166496. Lóðinni sem mun fá nafnið Skeiðháholt 2A fylgir íbúðarhús með fastanr. 2202113.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að á lóðablaði komi fram kvöð um aðgengi um veg syðst á lóðinni. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
4.   Norðurgarður 166483: Selið: Stofnun lóðar – 1607008
Lagt fram lóðablað yfir 32.685 fm lóðar úr landi Norðurgarðs sem mun fá nafnið Selið. Aðkoma er af Árhraunsvegi. Meðfylgjandi eru gögn undirrituð af eigendum Norðurgarðs, Ólafsvalla og Björnskots.
Ekki er gerð athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
5.   Kálfhóll lóð 178950: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1608051
Lögð fram umsókn um heimild til að flytja 30,4 fm og 82 rúmm sumarhús af lóðinni Kálfhóll 1 (lnr. 166512) á lóðina Kálfhóll lóð 178950. Lóðin er 7,2 ha sumarhúsalóð og er þar skráð 67,8 fm sumarhús.
Ekki er gerð athugasemd við flutning hússins. Endanlegri afgreiðslu vísað til byggingarfulltrúa.
 

6.  

Bláskógabyggð

Efnistökusvæði á Laugarvatnsvöllum: Laugarvatn: framkvæmdaleyfi – 1506059

Lögð fram að nýju umsókn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar um framkvæmdaleyfi fyrir tveimur námum á Laugarvatnsvöllum. Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu dags. 7. apríl 2016 þar sem fram kemur sú niðurstaða að framkvæmdin sé ekki líkleg til að valda verulegum óafturkræfum áhrifum á umhverfið. Er þar ítrekað mikilvægi þess að framkvæmdaraðili viðhafi þá verktilhögun og mótvægisaðgerðir sem kynntar hafa verið við meðferð málsins og að eðlilegt sé að sett séu skilyrði um frágangstilhögun.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr þessum tveim námum (nr. 4 og 5 skv. aðalskipulagi). Tryggt þarf að vera að í framkvæmdaleyfi komi skilyrði um vinnslu og frágangstilhögun sem fram koma í áliti Skipulagsstofnunar og tilkynningu framkvæmdar t.d. að bakkar námunnar verði jafnaðir, að haugsetning fari fram í botni námunnar og að vinnslusvæði verði ekki stækkað fyrr en að búið er að ganga frá áður nýttum svæðum.
7.   Vað 1, 2, 3 og 4: Brú: Sameining lóða og breytt notkun: Aðalskipulagsbreyting – 1608072
Lögð fram umsókn eigenda lóðanna Vað 1,2, 3 og 4 dags. 30. ágúst 2016 um að lóðirnar verði sameinaðar í eina lóð og henni breytt í lögbýli. Meðfylgjandi er bréf dags. 30. ágúst ásamt uppdrætti sem sýnir afstöðu landsins.
Skipulagsnefnd mælir ekki með að skipulagi svæðisins verði breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði þannig að stofna megi lögbýli á svæðinu.
8.   Brú lóðir lnr. 180627, 221199 og 188518: Breytt notkun og sameining lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1608048
Lögð fram umsókn Sveinbjargar Haraldsdóttur og Guðlaugs Kristinssonar móttekna 24. ágúst 2016 um sameiningu þriggja lóða úr landi Brúar í eina og stofna þar lögbýli. Landið er samtals um 3,5 að stærð og er þar eitt 102 fm sumarhús en óskað er eftir að til viðbótar megi byggja um 50 fm vélageymslu og 80 fm gisthús. Lóðirnar eru merktar sem Land 2A, 3 og 4 á meðfylgjandi uppdrætti.
Skipulagsnefnd mælir ekki með að skipulagi svæðisins verði breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði þannig að stofna megi lögbýli á svæðinu.
 

 

 

9.   Brú lóðir 167221 og 167222: Skyggnissteinn: Sameining lóða: Breytt notkun og heiti lóðar: Deiliskipulag – 1608070
Lögð fram umsókn Sigurðar Jónssonar og Dagnýjar Guðmundsdóttur dags. 25. ágúst 2016 þar sem óskað er eftir að tvær lóðir þeirra úr landi Brúar verði sameinaðar og breytt í nýtt lögbýli. Um er að ræða 1 ha frístundahúsalóð auk aðliggjandi 4,8 ha landbúnaðarspildu.
Skipulagsnefnd mælir ekki með að skipulagi svæðisins verði breytt úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði þannig að stofna megi lögbýli á svæðinu.
10.   Geldingarfell við Bláfellsháls: Stöðuleyfi: Braggi – 1608052
Lögð fram umsókn Vélsleðaleigunnar ehf. dags. 26. ágúst 2016 um stöðuleyfi fyrir 150 fm færanlegt bogahýs sem nýta á sem vélsleðageymslu við Geldingafell.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti stöðuleyfis fyrir bogahýsinu enda verði framkvæmdir með þeim hætti að raski verði haldið í lágmarki.
11.   Lindartunga 167075: Víðitunga: Heiti á nýrri lóð – 1608071
Lögð fram umsókn Erlendar Geirs Arnarsonar dags. 21. ágúst 2016 um að ný lóð úr landi Lindatungu fái heitið Víðitunga.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við nafn á lóðinni.
12.   Geldingafell: Stöðuleyfi: Neyðarskýli og geymsla – 1608079
Lögð fram umsókn Mountaineers of Iceland dags. 27. ágúst 2016 um stöðuleyfi fyrir tveimur húsum, 38 og 90 fm, á svæði við Geldingafell. Samkvæmt umsókn er minna húsið ætlað sem aðstaða fyrir starfsfólk (ambulance paramedics) og stærra húsið ætlað sem geymsla fyrir neyðarbúnað.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði stöðuleyfi í samræmi við umsókn til 1 árs með fyrirvara um að fyrirhuguð hús samræmast kröfum byggingarreglugerðar.
13.   Stekkjarlundur frístundasvæði: Miðfell: Deiliskipulag – 1604012
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Stekkjarlundur úr landi Miðfells. Tillagan var auglýst 14. júlí 2015 með athugasemdafrest til 28. ágúst. Athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið með þeirri breytingu að ekki verði gert ráð fyrir byggingarreit á neinni lóð sem er nær þjóðvegi en 100 m. Gert er ráð fyrir að farið verði með málefni lóða nær þjóðvegi en 100 m sem sérstaka breytingu á deiliskipulagi þar sem sótt verði um undanþágu frá ákvæði gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð um fjarlægðir mannvirkja frá stofn- og tengivegum. Að auki er mælt með að fallið verði frá sameiningum lóða á svæðinu til að gæta jafnræðis til framtíðar.
14.   Gistiheimilið Iðufell 167389: Hótel- og íbúðabyggð við Hvítá: Deiliskipulag – 1603043
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 26. ágúst 2016 varðandi deiliskipulag hótels og íbúðarbyggðar í Laugarási. Þá er jafnframt lagður fram lagfærður skipulagsuppdráttur til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við lagfærð gögn og mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið að nýju með þessum breytingum.
15.   Hakið: Þingvellir: Aðkoma að þjóðgarði: Stækkun bílastæða: Deiliskipulagsbreyting – 1608015
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Hakið á Þingvöllum ásamt umhverfisskýrslu. Þá er jafnframt lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags. 26. ágúst 2016.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn smaþykki að auglýsa breytinguna ásamt umhverfisskýrslu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
16.   Veiðilundur frístundasvæði: Miðfell: Deiliskipulag – 1511043
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Veiðilundur úr landi Miðfells. Tillagan var auglýst 14. júlí 2015 með athugasemdafrest til 28. ágúst. Athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið með þeirri breytingu að ekki verði gert ráð fyrir byggingarreit á neinni lóð nær þjóðvegi en 100 m og að ekki verði gert ráð fyrir sameiningum lóða.
 

17.  

Flóahreppur

Galtastaðir: Flóahreppur: Aðalskipulagsbreyting – 1502072

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á aðalskipulagi Gaulverjabæjarhrepps 2003-2015 í landi Galtastaða sem felst í að gert er ráð fyrir iðnaðarsvæði vegna móttökumasturs og svæði fyrir frístundabyggð.Tillagan var auglýst 14. júlí 2016 með athugasemdafresti til 26. ágúst. Athugasemdir bárust og eru þær lagðar fram ásamt athugasemdum sem bárust fyrr í ferlinu og umsögnum ISAVIA um þær athugasemdir.
Að mati skipulagsnefndar koma ekki fram ný rök í fyrirliggjandi athugasemdum og mælir með að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagsbreytinguna óbreytta og feli skipulagsfulltrúa að svara innkomnum athugasemdum.
18.   Galtastaðir: Flóahreppur: Deiliskipulag – 1508027
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi sem nær til hluta af landi Galtastaða lnr. 198977 sem er í eigu ISAVIA. Í tillögunni er afmarkað svæði fyrir byggingu varamóttökustöðvar auk þess sem afmarkaðar eru 3 frístundahúsalóðir. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins 14. júlí 2016 með athugasemdafresti til 26. ágúst. Athugasemdir bárust.
Að mati skipulagsnefndar koma ekki fram nægjanleg rök í fyrirliggjandi athugasemdum til að hafna eða gera breytingu á auglýstu deiliskipulagi. Mælt er með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið óbreytt og feli skipulagsfulltrúa að svara innkomnum athugasemdum.
19.   Eystri-Hellur 165471: Stofnun nýrrar lóðar: Fyrirspurn – 1609004
Lögð fram fyrirspurn Direkta lögfræðiþjónustu dags. 1. september 2016, f.h. landeigenda, um stofnun 20.697 fm lóðar úr landi Eystri-Hellna lnr. 165471. Meðfylgjandi er lóðablað dags. 8. ágúst sem sýnir afmörkun lóðarinnar. Fram kemur að landið nær yfir tvær íbúðarhúsalóðir (nr. 12 og 14) skv. gildandi deiliskipulagi en ekki er ósk um að þær verði stofnaðar að svo stöddu. Í umsókninni kemur fram að kvöð um umferðarrétt um jörðina að spildunni verði getið í kaupsamningi/afsali.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að aðkoma að landinu verði sýnd á lóðablaðinu og að þar komi einnig fram að kvöð sé á landi Eystra-Hellna vegna þessarar aðkomu. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
20.   Tunga 165506: Heimreið að Hólum: Breyting á legu vegar: Framkvæmdaleyfi – 1609005
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 1. september 2016 um framkvæmdaleyfi vegna breytingar á legu héraðsvegar að Hólum í Árborg, sem liggur um landi Tungu.
Þar sem samþykki landeigenda liggur fyrir gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við að gefið verði út framkvæmdaleyfi vegna nýrrar aðkomu að Hólum.
21.   Glóra 166231: Glóra 2: Stofnun lóðar – 1609006
Lagt fram erindi Hrafnkells Guðnasonar eigand Glóru lnr. 166231 um hvort að heimilt verði að stofna lóð fyrir nýtt tæplega 100 fm íbúarhús á svæði austan við afleggjara að Glóru. Jörðin er 55,3 ha að stærð skv.þjóðskrá og er skráð eitt íbúðarhús á henni. Þá er annað íbúðarhús á jörðinni sem skráð er á sér lóð sem kallast Glóra land.
Að mati skipulagsnefndar samræmist bygging íbúðarhús á jörðinni gildandi aðalskipulagi og er ekki gerð athugasemd við að umsókn um byggingarleyfi verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður þarf þó að leggja fyrir afstöðumynd og drög að aðaluppdráttum auk lóðablaðs. Þá þarf að leita umsagnar Minjastofnunar Íslands.
22.   Hnaus 2 192333: Verslunar- og þjónustusvæði: Aðalskipulagsbreyting – 1607015
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps í landi Hnaus 2 sem felst í að breyta svæði fyrir frístundabyggð í svæði fyrir verslun- og þjónustu þar sem heimilt verður að byggja 20 herbergja hótel. Tillagan var kynnt með auglýsingu 1. september 2016 með fresti til að koma með athugasemdir/ábendingar til 7. september.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða tillögu að deiliskipulagi svæðisins.
23.   Hnaus 2 192333: Hótel og frístundabyggð: Deiliskipulag – 1608054
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 38 ha af jörðinni Hnaus 2. Innan svæðisins er gert ráð fyrir skógræktarsvæði auk 4 frístundahúsalóða og 1 lóðar fyrir verslun- og þjónustu þar sem byggja má allt að 1.000 fm, 20 herbergja hótel. Áður hafði verið auglýst sambærileg tillaga að deiliskipulagi sama svæðisins en breytingin nú felst í að þar sem áður var gert ráð fyrir tveimur frístundahúsalóðum er núna ein lóð fyrir verslun- og þjónustu. Tillagan er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sem er í vinnslu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
24.   Krákumýri: Fljótshólar 1: Deiliskipulag – 1605048
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga Deiliskipulag fyrir spildu úr landi Fljótshóla 1 og 4 sem kallast Krákumýri. Tillagan var kynnt 1. september 2016 með fresti til að koma með athugasemdir/ábendingar til 7. september. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja íbúðarhús og skemmu á landinu. Fyrir liggja umsagnir Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Minjastofnunar Íslands.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

25.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Arnarbæli 1 168227: Grímsnesi: Stofnun lóðar – 1608046

Lögð fram umsókn Grétars Ottó Róbertssonar dags. 23. ágúst 2016 um stofnun lóðar utan um íbúðarhús á jörðinni Arnarbæli 1 lnr. 168227 (fastanr. 220-6666). Lóðin er 2.800 fm að stærð og mun fá nafnið Arnarbæli 1b.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki eigenda Arnarbælis 2 á hnitsetningu lóðarmarka þar sem ekki liggur fyrir hnitsett skipting jarðanna tveggja. Þá þarf á lóðablaðinu að koma fram kvöð varðandi aðkomu að lóðinni. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
26.   Kóngsvegur 16a, 16b og 16c: Norðurkot: Sameining lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1608069
Lögð fram umsókn Áslaugar Ásgeirsdóttur dags. 25. ágúst 2016 um breytingu á deiliskipulagi Norðurkots og varðar lóðirnar Kóngsvegur 16a, 16b og 16c. Samkvæmt fasteignaskrá er þetta ein lóð þó svo að deiliskipulagið geri ráð fyrir að svæðinu verði skipt í 3 lóðir. Í breytinguni er verið að breyta deiliskipulaginu til samræmis við raunverulega skráningu lóðarinnar. Á lóðinni er 26,8 fm sumarhús.
Þar sem deiliskipulagsbreytingin er gerð til samræmis við raunverulega skráningu lóðarinnar í þjóðskrá gerir nefndin ekki athugasemd við breytinguna. Er hún að mati nefndarinnar óveruleg og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu þar sem ekki er verið að breyta byggingarreit eða byggingarmagni svæðisins.
27.   Undirhlíð 10: Gestahús: Nýbygging: Deiliskipulag: Fyrirspurn – 1608068
Lögð fram fyrirspurn eigenda Undirhlíðar 10 dags. 30. ágúst 216 um hvort að heimilt verði að byggja 46,1 fm gestahús en skilmálar gera ráð fyrir að byggja megi 40 fm gestahús. Búið er að samþykkja byggingu á 174,8 fm húsi á lóðinni.
Erindinu hafnað með vísun í ákvæði aðalskipulags um að hámarksstærð aukahúsa á frístundahúsalóðum geti verið 40 fm, eins og skilmálar deiliskipulagsins gera ráð fyrir.
28.   Snæfoksstaðir lóð 169675: Aukahús: Deiliskipulag: Fyrirspurn – 1608073
Lögð fram fyrirspurn frá Guðlaugu S. Asgeirsdóttur um hvort að heimilt verði að byggja um 40 fm geymslu á lóðinni Þrívörðuhraun 34 í landi Snæfoksstaða fyrir golfbíl og gufubað. Á lóðinni er fyrir 68,2 fm frístundahús og 14,4 fm geymsla. Samkvæmt gildandi skilmálum er gert ráð fyrir að á hverri lóð megi reist eitt hús ásamt útihúsi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að skilmálum svæðisins verði breytt á þann veg að á hverri lóð megi byggja tvö aukahús allt að 40 fm auk frístundahúss, en eingöngu annað aukahúsið má vera íveruhús. Nýtingarhlutfall svæðisins breytist ekki. Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og mælir hún með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga með fyrirvara um grenndarkynningu fyrir eigenda Snæfoksstaða.
29.   Snæfoksstaðir 168278: Loftnetslóð: Stofnun nýrrar lóðar – 1609007
Lögð fram umsókn Skógræktarfélags Árnesinga dags. 30. ágúst 2016 um stofnun 600 fm lóðar fyrir tengihús. Gert er ráð fyrir að á lóðinni megi byggja lágreist tengihúss auk allt að 25 m masturs.
Að mati skipulagsnefndar er forsenda byggingar tækjahúss og allt að 25 masturs að auglýst verði deiliskipulag fyrir svæðið.
 

30.  

Öll sveitarfélög

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-37 – 1608005F

Lagðar fram til kynningar afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 31. ágúst 2016.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11.30

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

___________________________                       ___________________________

 

 

 

 

___________________________                       ___________________________