25 maí Skipulagsnefnd fundur nr. 111 – 25. maí 2016
Skipulagsnefnd – 111. fundur
haldinn Árnes, 25. maí 2016
og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Ragnar Magnússon Varaformaður, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
1. |
Grímsnes- og Grafningshreppur
2-10: Búrfell: Deiliskipulagsbreyting – 1501016 |
||
Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar sem nær til lóðanna Þrastahólar 2, 4, 6, 8 og 10. Í breytingunni felst breytt hnitsetning á vesturhluta lóðanna til samræmis við aðliggjandi lóðir úr landi Ásgarðs. | |||
Þar sem engar athugasemdir bárust á kynningartíma mælir skipulagsnefnd með að sveitarstjórn samþykki breytinguna. | |||
2. | Öndverðarnes 2 lóð 170099: Nýtt smáhýsi á lóð: Deiliskipulagsbreyting – 1605042 | ||
Lögð fram umsókn eigenda lóðarinnar Öndverðarnes 2 lnr. 170099 dags. 5. maí 2016 um hvort a heimilt verði að setja niður smáhýsi á lóðinni. | |||
Ef umrætt hús verður stærra en smáhýsi skv. lið g. í grein 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með s.br. þarf að breyta deiliskipulagi svæðisins og leita eftir undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar vegna fjarlægðar frá vegi. | |||
3. | Ásborgir 6-12 og 36-48: Ásgarður: Sameining lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1605043 | ||
Lögð fram umsókn Grímsborga ehf. dags. 11. maí 2016 um breytingu á deiliskipulag Ásborga sem felst í að lóðir nr. 36, 38, 40, 42, 44, 46 og 48 verði sameinaðar í eina 38.875 fm lóð og að byggingarreitur verði 50 m frá þjóðvegi. Þá er einnig gert ráð fyrir sameiningu lóða nr. 6, 8, 10 og 12 í 18.588 fm lóð. Er gert ráð fyrir að á þessum lóðum verði heimilt að byggja fleiri en eitt gistihús á þessum lóðum. | |||
Að mati skipulagsnefndar eru skipulagsskilmálar fyrir sameinaðar lóðir ekki nægjanlega skýrir og er erindinu því hafnað. | |||
4. | Nesjavellir 209139: Hótellóð: Stækkun lóðar: Umsókn – 1605049 | ||
Lögð fram umsókn frá Eflu Suðurlandi dags. 20. maí 2016 ásamt uppdrætti sem sýnir stækkun lóðarinnar Nesjavellir lrn. 209139 ur 17.061,5 fm í 18.543,5 fm. | |||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki landeigenda. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. | |||
5. | Öndverðarnes 2 lóð 170114: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og bílgeymsla – 1604058 | ||
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús með risi og bílskúr úr timbri. Heildarstærð er 222,1 ferm og 669 rúmm. | |||
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina skv. 44. gr. skipuagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðahöfum. Ef engar athugasemdir berast á kynningartíma er afgreiðslu málsins vísað til byggingarfulltrúa. | |||
6. |
Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Flúðalína 1: Endurnýjun 66 KV jarðstrengs við Búrfell: Umsagnarbeiðni – 1605044 |
||
Lögð fram tilkynning Landsnets um matsskyldu vegna lagningu 66 kV jarðstrengs yfir Fossá við Búrfell. Óskað er eftir umsögn fyrir 26. maí n.k. um hvort að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun, og hvort að hún skuli háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda. Meðfylgjandi eru umsagnir Veiðimálastofnunar og Forsætisráðuneytisins. | |||
Að mati skipulagsnefndar er gert nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni og ekki er talið að hún sé háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda. | |||
7. |
Bláskógabyggð
Veiðilundur frístundasvæði: Miðfell: Deiliskipulag – 1511043 |
||
Lögð fram að lokinni kynningu tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Veiðilundur í landi Miðfells við Þingvallavatn. Tillagan var send til kynningar lóðarhafa á svæðinu með bréfum dags. 22. mars og 20. apríl 2016 og hafa 6 athugasemdabréf borist. Tillagan sem lögð er fram hefur verið lagfærð líttilega til að koma til móts við athugasemdir. | |||
Skipulagsnefnd mælir með að deiliskipulagið verði auglýst sk.v 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga með eftirfarandi breytingum á skilmálum. Hámarksstærð húsa má vera 100 fm (birt stærð, ekki grunnflötur) og að hámarksmænishæð sé 5,5 m frá jörðu. Á sú hæð þó ekki við um hús með flötu þaki en þá skal miða hámarkshæð við 4 m. Á hverri lóð má gera ráð fyrir aðalhúsi og einu aukahúsi, en stærð aukahúss má að hámarki vera 30 fm. Þá þarf að gera minniháttar breytingar á texta greinargerðar í samráði við skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa. | |||
8. | Hverabraut 1: Laugarvatn: Deiliskipulagsbreyting – 1504049 | ||
Á fundi skipulagsnefndar 21. janúar 2016 var tekin fyrir að lokinni kynningu lýsing aðalskipulagsbreytingar sem fólst í að lokað yrði fyrir almenna umferð meðfram vatni Laugarvatn í gegnum lóð Fontana. Tvær athugasemdir höfðu borist og samþykki skipulagsnefnd að áður en afstaða yrði tekin til málsins þyrfti umsækjandi að leggja fram þær hugmyndir sem eru um uppbyggingu á lóðinni sem fela það í sér að ekki er æskilegt að vera með umferð gangandi meðfram vatnsbakkanum. Einnig að sýna þyrfti þarf fram á hvernig útfærsla verður á göngustíg ofan við Fontana. Nú liggur fyrir greinargerð frá Gufu ehf. um málið. | |||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gert verði ráð fyrir færslu göngustígsins í endurskoðun aðalskipulagsins sem nú er í vinnslu. Þá þarf að vinna breytingu á deiliskipulagi svæðisins og kynna það fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. | |||
9. | Hrosshagi 167118: Bláskógabyggð: Þjónustuhús og náttúrkúlur: Fyrirspurn – 1605045 | ||
Lögð fram fyrirspurn eigenda Hrosshaga lnr. 167118 dags. 19. maí 2016 um hvaða leyfi þurfi að liggja fyrir til að koma upp fimm „náttúrukúlum“ fyrir gistingu og einu 24,3 fm þjónustuhúsi ásamt litlu bílastæði og rafhleðslustaurum. | |||
Að mati skipulagsnefndar er fyrirhuguð uppbygging það umfangsmikil að vinna þarf deiliskipulag fyrir svæðið. Ekki gerð athugasemd við að tillaga að deiliskipulagi í samræmi við meðfylgjandi gögn verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. | |||
10. | Einiholt 1 land 1 lnr. 217088: Melur: Byggingarreitur B-1: Stækkun byggingarmagns: Deiliskipulagsbreyting – 1605046 | ||
Lögð fram umsókn Geysisholts dags. 18. maí 2016 þar sem óskað er eftir breytingu deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis úr landi Einiholts sem kallast Melar. Óskað er eftir að byggingarmagn þjónustuhúss (byggingarreitur B-1) aukist úr 160 fm í 350 fm. | |||
Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breyting á deiliskipuagi að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum aðliggjandi landa. | |||
11. | Gufuhlíð 167096: Stöðuleyfi: Starfsmannahús – 1605041 | ||
Sótt er um stöðuleyfi fyrir starfsmannahús lóðinni Gufuhlíð í Reykholti. Umrætt hús er í dag skráð sem sumarhús á lóðinni Fljótsholt. | |||
Þar sem uppbyging er fyrirhuguð á því svæði sem húsið er staðsett núna gerir nefndin ekki athugasemd við að húsið verði fært og að veitt verði stöðuleyfi fyrir það á lóð Gufuhlíðar. | |||
12. | Litla-Fljót 1 167148: Borgarás 1-4: Stofnun lóða – 1605047 | ||
Lögð fram umsókn eigenda Litla-Fljóts 1 lnr. 167148 dags. 12. maí 2016 þar sem óskað er eftir að stofnaðar verði 4 lóðir við svæði sem kallast Borgarás. Svæðið er í heild 10 hektarar. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir afmörkun lóðanna auk samþykkis aðliggjandi eigenda. | |||
Skipulagsnefnd telur að ekki sé hægt að stofna lóðirnar byggt á fyrirliggjandi gögnum. Ef fyrirhugað er að byggja gistiskála eða annarsskonar bygingar á svæðinu þurfi að vinna deiliskipulag fyrir svæðið. | |||
13. |
Ásahreppur
Hrútur 2: Hrútshagi: Deiliskipulag – 1505032 |
||
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 11. maí 2016 þar sem gerðar eru athugasemdir við deiliskipulag fyrir lóðina Hrútur 2. Þá eru lögð fram lagfærð gögn þar sem komið hefur verið til móts við athugasemdirnar m.a. með nánari skilmálum hvað varðar stærðir einstakra mannvirkja. | |||
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki tillöguna með breytingum í samræmi við lagfærð gögn. | |||
14. |
Flóahreppur
Krákumýri: Fljótshólar 1: Deiliskipulag – 1605048 |
||
lögð fram umsókn dags. 19. maí 2016 um deiliskipulag fyrir spilduna Krákumýri sem taka á úr landi Fljótshóla 1 og 4. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir íbúðarhúsi, útihúsi og allt að fimm 80 fm hús fyrir ferðaþjónustu. | |||
Þar sem um er að ræða uppbyggingu á nýju lögbýli sem ekki var til staðar við samþykkt aðalskipulagsins telur skipulagsnefnd að vinna þurfi lýsingu fyrir deiliskipulagið skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Mælt með að sveitarstjórn samþykki að kynnt verði lýsing skv. 3. mgr. 40. gr. byggt á fyrirliggjandi gögnum. | |||
15. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-30 – 1605001F | ||
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 18. maí 2016. | |||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30