Dagskrá Funda
Sun
Mán
Þri
Mið
Fim
Fös
Lau
S
M
Þ
M
F
F
L
29
31
1
2
3
4
5
6
7
9
10
11
12
13
14
16
17
18
19
20
21
23
24
25
26
27
28
30
31
1
Events on 30/12/2024
30 des
Events on 08/01/2025
08 jan
Events on 15/01/2025
15 jan
15 jan 25
#_TOWN
Events on 22/01/2025
22 jan
Events on 29/01/2025
29 jan
29 jan 25
#_TOWN

Afgreiðslu- og símatími skrifstofu að Laugarvatni

Skrifstofa embættisins að Hverabraut 6 á Laugarvatni er opin alla virka daga milli kl. 9.00 og 12.00.

Viðtals- og símatímar skipulagsfulltrúa, byggingarfulltrúa og annarra starfsmanna er alla virka daga – nema miðvikudaga – milli kl. 9.00 og 12.00

Hjá skipulagsfulltrúa og aðstoðarmanni hans eru þó ekki viðtals- og símatímar annan hvorn fimmtudag sem eru fastir skráningardagar til Þjóðskrár Íslands        (sjá dagatal hér fyrir ofan)

Mælst er til þess að fundir séu bókaðir með fyrirvara með því að hringja í síma 480-5550 á símatíma.

 

Birting grenndarkynningargagna og afgreiðslubréfa:
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. birtir grenndarkynningargögn, afgreiðslubréf og önnur sértæk bréf sem beint er sérstaklega til ákveðins/ákveðinna aðila inni á pósthólfi viðkomandi inni á island.is.  Slík birting fer eftir lögum nr. 105/2021 um  stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda. UTU bs. hvetur alla til að ná sér í island.is appið sem gefur notendum aðgang að skjölum, umsóknum, skírteinum og fleiru sem tengist opinberri þjónustu.

Allir einstaklingar með íslenska kennitölu, sem og lögaðilar sem skráðir eru í Fyrirtækjaskrá, eiga nú þegar til sitt eigið pósthólf á island.is

 

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa eru alla jafna 1. og 3. miðvikudag í mánuði utan júlímánaðar þegar fundir falla niður vegna sumarfría.

Fullnægjandi gögn þurfa að hafa borist í síðasta lagi í lok þriðjudags í vikunni fyrir fund til að mál verði tekið fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.

Fundir skipulagsnefndar eru alla jafna 2. og 4. miðvikudag í mánuði utan júlímánaðar þegar fundir falla niður vegna sumarfría.

Fullnægjandi gögn þurfa að hafa borist í síðasta lagi kl. 13 á mánudegi í vikunni fyrir fund til að mál verði tekið fyrir á skipulagsnefndarfundi.

 

Hægt er að skila útprentuðum gögnum s.s. skipulagsuppdráttum, lóðarblöðum og byggingarteikningum hvort heldur sem er á skrifstofu embættisins að Hverabraut 6 á Laugarvatni á opnunartíma milli kl. 9.00 og 12.00 alla virka daga eða á skrifstofu Flóahrepps í Þingborg í Flóahreppi milli kl. 9.00 og 16.00 mánudaga – fimmtudaga og 9.00 og 13.00 á föstudögum. Athugið að starfsmenn skrifstofu Flóahrepps taka bara við gögnum en geta ekki svarað fyrirspurnum um einstök mál er varða skipulags- og byggingarmál.

Þjónustugátt

Í Þjónustugátt UTU er sótt um bæði byggingarmál og skipulagsmál á rafrænu formi. Við innskráningu er krafist íslykils eða rafrænna skilríkja. Umsækjandi/umsækjendur verða eftir atvikum að vera þinglýstir eigendur, umráðendur lóðar eða hönnuður í þeirra umboði.  Öllum gögnum frá umsækjanda, hönnuðum eða hlutaðeigandi aðilum skal jafnframt skilað inn í gegnum þjónustugáttina. Mjög mikilvægt er að netfang umsækjanda/umsækjenda sé rétt útfyllt þar sem samskipti embættisins við umsækjanda/umsækjendur fara að mestu fram með tölvupóstum.

Hvað varðar byggingarmál þá skulu byggingastjórar og iðnmeistarar jafnframt staðfesta sig á verk í gegnum þjónustugáttina. Athugið að hönnuðir, byggingastjórar og iðnmeistarar skulu skrá sig inn í þjónustugáttina á sínum persónulegu rafrænu skilríkjum, ekki fyrirtækjaskilríkjum.